fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Skautasvell á Austurvelli – rykmengunin í bænum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er skemmtileg ljósmynd af skautasvelli á Austurvelli. Myndin mun vera tekin á stríðsárunum af Daniel D. Champlain, en hann gengdi herþjónustu á Íslandi. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson segir í bloggi að hann hafi gifst íslenskri konu, Áróru Björnsdóttur Hjartar og eignast með henni tvö börn. Daniel hafi skaðbrennst á andliti og höndum þegar hann brotlenti flugvél sinni á Reykjavíkurflugvelli 1942.

Myndin sýnist manni vera tekin úr Landsímahúsinu. Það er gaman að virða fyrir sér fólkið á skautasvellinu. Margir eru skemmtilega klæddir og virðast sýna talsvert mikla fimi á skautunum. Maður sér pör sem eru að dansa.

Gæti verið að hafi verið leikin tónlist undir úr hátalara?

Líklegt finnst manni að hafi verið sprautað vatni á Austurvöll til að útbúa alvöru svell. Það er dálítið annar bragur yfir þessu en pínulitla skautasvellinu vélfrysta sem var á Ingólfstorgi yfir jólin. Það var í nafni símafyrirtækis og mest til að sýnast – svellið var svo lítið að þar getur varla neinn sýnt listir sínar. Varla nema eins og frímerki.

Þetta er dálítið ólíkt þeirri skautamenningu sem var á árum áður í Miðborginni þegar fjöldi fólks stundaði íþróttina á Tjörninni ellegar á gamla Melavellinum. En nú er komið frost og stillur og virðist eiga að vera þannig næstu daga. Mætti vel hugsa sér að borgarstjóri kíkti út um gluggann á Ráðhúsinu og kæmist að því að mætti útbúa svell.

Annað sem vekur athygli á myndinni er mistrið sem manni sýnist vera í loftinu. Líkast til er þetta kolareykurinn sem þá lá yfir bænum. Hann er horfinn, hitaveitan tók við, en síðustu ár höfum við upplifað skelfilega rykmengun í bænum – ryk sem sest á allt og veldur miklum óhreinindum, bílarnir verða skítugir undireins og húsin, það  berst inn um glugga og gáttir svo maður þarf sífellt að vera að þurrka af og þrífa.

En aldrei virðist maður fá almennilega skýringu á þessu – hvernig stendur á öllu þessu ryki?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við