fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ríkisendurskoðun skoðar Íslandspóst

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær samþykkti fjárlaganefnd Alþingis að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta hefur Fréttablaðið eftir Willum Þór Þórssyni, formanni fjárlaganefndar.

Íslandspóstur hefur þegar fengið 500 milljónir af þeim 1,5 milljarði sem það óskaði eftir í neyðarlánveitingu frá ríkinu fyrir jól, en ströng skilyrði fylgja þeim milljarði sem eftir stendur. Ríkisendurskoðandi segir í umsögn sinni við frumvarp til fjáraukalaga að það sé almennt „óheppilegt“ að ekki liggi fyrir hvernig taka eigi á rekstrarvanda fyrirtækisins og orsök vandans sé ótilgreind, hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar.

Áhöld voru uppi um meint vanhæfi Ríkisendurskoðunar til verksins, þar sem stofnunin sér um fjárhagsendurskoðun reikninga Íslandspósts. Ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson segir að ekki sé um vanhæfi að ræða:

„Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt