fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Ríkisendurskoðun skoðar Íslandspóst

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær samþykkti fjárlaganefnd Alþingis að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta hefur Fréttablaðið eftir Willum Þór Þórssyni, formanni fjárlaganefndar.

Íslandspóstur hefur þegar fengið 500 milljónir af þeim 1,5 milljarði sem það óskaði eftir í neyðarlánveitingu frá ríkinu fyrir jól, en ströng skilyrði fylgja þeim milljarði sem eftir stendur. Ríkisendurskoðandi segir í umsögn sinni við frumvarp til fjáraukalaga að það sé almennt „óheppilegt“ að ekki liggi fyrir hvernig taka eigi á rekstrarvanda fyrirtækisins og orsök vandans sé ótilgreind, hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar.

Áhöld voru uppi um meint vanhæfi Ríkisendurskoðunar til verksins, þar sem stofnunin sér um fjárhagsendurskoðun reikninga Íslandspósts. Ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson segir að ekki sé um vanhæfi að ræða:

„Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við