fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Marxistinn Zizek fjallar um Klaustursmálið

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slóvenski heimspekingurinn og marxistinn Slavoj Zizek hefur lengi verið eitt helsta ljós vinstri hreyfingarinnar í heiminum. Það verður þó að segjast eins og er að stundum er Zizek býsna óútreiknanlegur og hikar ekki við að fara gegn meginstraumshugmyndum. Hann hefur til dæmis verið gagnrýninn á það sem kallast pólitískur rétttrúnaður.

Í grein sem hann skrifar á vef RT nefnir hann Klausturmálið íslenska. Það er ekki auðvelt að fanga það sem Zizek segir í greininni í fá orð, en í fyrirsögn segir að hinar útbreiddu sjálfsásakanir og sektarkennd í samtímanum þjóni hagsmunum ríkjandi valdhafa.

Zizek fjallar meðal annars um MeToo hreyfinguna og hvernig er hægt að eyðileggja mannorð á augabragði á samskiptamiðlum – þannig að varla nein von er um uppreisn æru, bara krafan um eilífa iðrun.

Zizek nefnir hvernig mörkin milli einkalífs og opinbers lífs þurrkast út og ræðir í því sambandi um Klaustursmálið. Hann segir að nokkrir íslenskir þingmenn hafi þverskallast við að segja af sér eftir að þeir notuðu gróft orðbragð um konur og fatlaða baráttukonu á bar. Nafnlaus áheyrandi hafi sent upptöku á fjölmiðla.

Zizek segir að hliðstæðan sem komi í hugann sé hinn grimmúðlegi hraði sem er viðhafður fyrir byltingardómstólum – þetta sé reyndar líking sem sumir sem aðhyllast MeToo noti. Slíkar öfgar séu nauðsynlegar á fyrstu stigum róttækra breytinga, sé þá sagt.

En Zizek andmælir því – það er best að kynna sér grein hans til að skilja röksemdirnar – og segir að hreinsanir af þessu tagi séu til marks um að byltingin hafi farið út af sporinu og tapað róttækninni.

Zizek er umdeildur maður. Í síðari hluta greinarinnar segir hann að vinstri hreyfingin fari villur vegar þegar hún tali fyrir auknum innflutningi fólks og opnum landamærum. En það er önnur saga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins