fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarna um Brexit: „Staðan nú er aðeins vatn á myllu Brusselmanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 18:30

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar höfnunar neðri deildar breska þingsins á Brexit-tillögu ríkisstjórnar Theresu May í gær, spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins hvað taki við og hver sé vilji þingsins, sem hann segir undirrót breska vandans.

Björn áréttar að niðurstaðan hafi legið ljós fyrir í desember en þá hafi May ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu undir því yfirskini að hugsanelga gæti hún bætt stöðu sína á meðan, með frekari viðræðum við Evrópusambandið. En allt hafi komið fyrir ekki og nú sé allt í uppnámi:

„Í þeim Evrópulöndum þar sem stjórnmálamönnum vex ekki í augum að stofna til samstarfs við gamalgróna andstæðinga séu hagsmunir þjóðarinnar taldir í húfi, til dæmis í Þýskalandi og hér, eiga menn erfitt með að skilja að þingmenn allra flokka í Bretlandi geti ekki sameinast um útgönguleið gagnvart ESB. Innan og utan Bretlands er réttilega spurt: Hvað vill breska þingið? Það er ekki nóg að þingmenn segi nei og viti svo ekki hvað við tekur. Staðan nú er aðeins vatn á myllu Brusselmanna og þeirra sem herða á kröfunni um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný í Bretlandi um tengslin við ESB.“

Krafa um aðra þjóðaratkvæðisgreiðslu

Þá nefnir Björn að krafan um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sé óðum að aukast:

„Nú segja stjórnmálaskýrendur að geri Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kröfuna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu að sínu baráttumáli færi hún á flug. Hann þori það hins vegar ekki af ótta við útgöngusinna innan eigin flokks. –  Gengið er að því sem vísu að úrsögn úr ESB yrði nú hafnað af meirihluta Breta í þjóðaratkvæðagreiðslu. David Cameron, þáv. forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, hóf þessa vegferð árið 2016 í þeim tilgangi að binda enda á deilur um ESB innan Íhaldsflokksins. Flokkurinn logar nú stafna á milli vegna afstöðunnar til ESB – ekki aðeins flokkurinn heldur breska þingið og allt þjóðlífið. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki leið til að ljúka neinu máli. Þær má nota til að beina ágreiningsmálum inn á ákveðnar brautir til úrvinnslu. Í þessu tilviki hefur úrvinnslan gjörsamlega mistekist og gert illt verra.“

Þinghúsið rót vandans

„Undirrót breska vandans er að finna í þinghúsinu. Þingmenn kenna May um skort á sveigjanleika. Hún hefur á hinn bóginn skilað sínu, samningi um leið Breta úr ESB, þeim besta sem hún náði. Meistarastykki hennar er kastað með skömm án þess að þeir sem það gera þori að sameinast um eitthvað annað,“

segir Björn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki