fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Silja Dögg: „Tími til kominn að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 16:00

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, viðraði hugmyndir sínar í gær á Facebook um að breyta lögum þannig að kynferðisbrot fyrnist ekki, í kjölfar umræðunnar um meint brot Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra.

„Það er tími til kominn að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá eru brotin fyrnd. Ekki í lagi. #fokkofbeldi

segir Silja í færslu sinni.

Silja segir við RÚV að hún geri sér grein fyrir að sönnunarbyrðin sé erfið þegar langur tími líður frá brotum, „en það kann þó að vera að hægt sé að leggja fram óyggjandi sannanir þó að tíminn hafi liðið.“

Hún vildi ekki svara því til hvort hún myndi leggja fram frumvarp á Alþingi þessa efnis, en sagði málið þó á byrjunarstigi. Ræða þyrfti hugmyndina og kanna grundvöllinn fyrir slíkum breytingum.

Samkvæmt núgildandi lögum fyrnast kynferðisbrot gagnvart börnum ekki, en gegn fullorðnum einstaklingum fyrnast þau á tveimur til fimmtán árum, allt eftir alvarleika brots.

Silja segir við RÚV að það geti tekið langan tíma fyrir fórnarlömb til að safna kjarki og stíga fram og því sé mikilvægt að kerfið geti tekið betur á slíkum málum:

„Það hefur komið fram síðustu ár í umræðunni, eftir að þeim fjölgar sem stíga fram og greina frá kynferðisofbeldi að það eru oft ár og áratugir þar til fólk hefur kjark og styrk til þess að stíga fram og mér finnst að það sé alla vega þess virði að skoða hvort að það sé gerlegt og skynsamlegt að breyta lögunum á þennan hátt.“

Aðspurð um tímasetninguna, segir Silja:

„Ætli þetta sé ekki bara uppsafnað. Eins og ég segi, umræðan er bara orðin svo sterk, við þekkjum öll #metoo umræðuna og svo náttúrulega þetta mál sem er búið að vera mjög mikið til umræðu síðustu daga, það er kannski eitthvað sem tók steininn úr, ef svo skal segja.“

Silja Dögg barðist einnig fyrir banni á umskurði drengja í fyrra, nema læknisfræðileg rök væru að baki. Málið var afar umdeilt og var gagnrýnt af trúarsamtökum gyðinga um heim allan. Frumvarpið verður ekki lagt fyrir á yfirstandandi þingi í óbreyttri mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu