fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Kolbrún svarar Kolbrúnu: „Finn ég hvorki til heiftar né ofsa“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Fólks flokksins, lagði til ásamt Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að senda þyrfti braggamálið til héraðssaksóknara, í síðustu viku.

Af því tilefni skrifaði Kolbrún Bergþórsdóttir harðorðan leiðara í Fréttablaðið í dag, þar sem hún sagði tillögu borgarfulltrúanna einkennast af pólitískri heift og ofsa og óskhyggju um misferli.

Sjá nánar: Segir tillögu einkennast af óskhyggju um misferli:„Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt“

Nú hefur Kolbrún Baldursdóttir svarað leiðaranum:

„Málið er kæra nafna mín Kolbrún Bergþórsdóttir að innra með mér finn ég hvorki til heiftar né ofsa ef ég má vísa í orð þín í þessum leiðara. Hér er ekki verið að klekkja á neinum í pólitískum tilgangi,“

segir hún og nefnir að margir séu að velta fyrir sér hvort um misferli hafi verið að ræða í braggamálinu:

„Sveitarstjórnarlög hafa verið brotin, innkaupareglur borgarinnar brotnar og skoða þarf hvort lög um skjalavörslu hafa mögulega verið brotin. Ég sé ekki betur en að siðareglur hafi verið brotnar þótt það teljist ekki refsivert.“

Þá segir hún að borgarstjórn ætti öll að taka undir tillögu hennar og Vigdísar um rannsókn yfirvalda:

„Það er einnig mikilvægt að fela sama embætti að fara yfir niðurstöður Borgarskjalasafns á skjalamálum í málinu þegar þær liggja fyrir. Við verðum að hnýta alla lausa enda og gera allt til að geta byrjað að byggja aftur upp traust borgarbúa á kerfinu og fólkinu sem stýrir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu