fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Búið að senda braggaskýrsluna til héraðssaksóknara: „Til þess að skera á skrípaleikinn í borgarstjórn“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 17:05

Daníel Örn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, sendi í síðustu viku eintak af braggaskýrslunni til héraðssaksóknara, ásamt erindi um að skoða málið. Þessu greinir hann frá á Facebooksíðu sinni í dag.

„Til þess að skera á skrípaleikinn í borgarstjórn Reykjavíkur ákvað ég að senda héraðssaksóknara erindi þar sem ég sendi honum skýrslu innri endurskoðunar um braggann. Kannski getur borgarstjórn frekar rætt öll hin aðkallandi verkefni sem bíða eins og td tillögu sósíalista um að verða við kröfum verkalýðshreyfingarinnar.“

Í viðtali við Fréttablaðið segir Daníel að honum hugnist ekki tímasóun Vigdísar Hauksdóttur, Miðflokki og Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem boðuðu að þær hygðust leggja fram tillögu um að borgarstjórn sendi héraðssaksóknara skýrsluna. Segir Daníel hugmynd þeirra kjánalega:

„Ef þær vilja senda þetta til héraðssaksóknara þá hefðu þær bara átt að gera það sjálfar en ekki vera að sóa tíma borgarstjórnar þar sem verið að taka á mjög mikilvægum hlutum.“

Þær stöllur breyttu tillögu sinni lítillega í dag, þar sem embætti borgarlögmanns var falið að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda og vildu með því víkka og skýra vísunina.

„Ég er búinn að gera þetta fyrir þær þannig að við getum sleppt því að spjalla um þetta og farið að ræða hvernig við ætlum að breyta kerfinu sem hefur brugðist þarna. Frekar en að tala um hverjum þetta er að kenna. Það skilar engu. Við getum talað um hvað á að gera í kjölfarið. Hverju á að breyta og hverju framkvæmdastjórinn á að breyta. En ekki vera að reyna að taka okkur dómsvaldið í hendur. Þar erum við með kerfi sem virka ágætlega,“

segir Daníel við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir