fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Svandís skipar vísindasiðanefnd til fjögurra ára

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað sjö manna vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára. Hlutverk nefndarinnar er að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Nefndin er skipuð samkvæmt 9. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014. Auk fyrrgreinds mats á vísindarannsóknum skal nefndin meta samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir og aðrar áætlanir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem ekki falla undir verksvið siðanefnda heilbrigðisrannsókna samkvæmt 11. gr. laganna. Nefndinni er einnig ætlað að taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði, veita ráðgjöf og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar. Líkt og segir í lögunum skal þess gætt við skipun nefndarinnar að í henni eigi sæti einstaklingar með sérþekkingu á sviði aðferðafræði heilbrigðisvísinda, siðfræði, lögfræði og persónuverndar.

Formaður nýskipaðrar vísindasiðanefndar er Sunna Snædal Jónsdóttir. Aðrir nefndarmenn eru;

 • Rögnvaldur G. Gunnarsson, skipaður án tilnefningar,
 • Una Strand Viðarsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
 • Flóki Ásgeirsson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti,
 • Védís Helga Eiríksdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis,
 • Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands
 • Henry Alexander Henrysson, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Varamenn

 • Reynir Tómas Geirsson, skipaður án tilnefningar,
 • Stefán Baldursson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti,
 • Svala Ísfeld Ólafsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti,
 • Elías Freyr Guðmundsson, tilnefndur af Embætti landlæknis,
 • Guðrún Valgerður Skúladóttir, tilnefnd af Læknadeild Háskóla Íslands,
 • Helga Þorbergsdóttir, tilnefnd af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Vefur vísindasiðanefndar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu