fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Jóni Baldvin líkt við alræmdasta barnaníðing Bretlands

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 10:55

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, líkir Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, við Jimmy Savile, einn alræmdasta barnaníðing Bretlands, í færslu sinni á Facebook.

Tilefnið eru #metoo sögurnar af Jóni sem sprottið hafa fram á undanförnum dögum, þar sem hann er sagður hafa  kynferðislega áreitt stúlkur og konur allt frá árinu 1967. Sögurnar eru birtar undir nafninu #metoo Jón Baldvin Hannibalsson í lokuðum hópi á Facebook.

Vala er systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, en segist í færslunni ávallt hafa trúað frásögnum Aldísar, dóttur Jóns Baldvins, og Guðrúnu Harðardóttur, en Guðrún steig fram með reynslusögu sína af Jóni Baldvin árið 2012, er ósæmileg bréf hans til Guðrúnar sem barnungar stúlku voru birt.

Hinn íslenski Savile

Vala segist segist bera mikla virðingu fyrir þeim konum sem nú stíga fram og líkir Jóni Baldvin við Jimmy Saville, sem sakaður var um brot gegn 589 fórnarlömbum, allt niður í átta ára börn, á um 50 ára tímabili. Fóru sum brotin fram innan veggja BBC hvar Savile var lengi með sjónvarpsþætti, en í kjölfar máls hans fór fram mikil umræða um af hverju enginn hefði sagt neitt, þegar augljóst var að eitthvað misjafnt gekk á.

Vala segir:

„Ég hef alltaf trúað Guðrúnu og Aldísi og hef ekki þurft frekari vitni til. Eins og móðir mín segir, þá höfum við ekkert haft af þeim Bryndísi og Jóni að segja frá því að Guðrún sagði okkur fyrst frá máli sínu. Saga Aldísar er þyngri en tárum taki. Er ekki kominn tími til að binda enda á því að spyrja Jón álits á þjóðfélagsmálum? Ég vona að allir geti myndað sér sjálfstæða skoðun þó ekki væri nema á því að lesa bréfin sem hann skrifaði barnungri stúlku sem tengist honum fjölskylduböndum. Mér stendur slétt sama um hvað þessi fyrrverandi stjórnmálamaður hefur að segja eða breytir um skoðun til þess eins að koma sér að í fjölmiðlum. Við þurfum ekkert að lengja líf hins íslenska Savile í fjölmiðlum frekar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu