fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Við Gérard og upprennandi kvikmyndastjarna í París

Egill Helgason
Laugardaginn 12. janúar 2019 16:57

Gamall vinur minn, Gérard Lemarquis, verður með uppistand í Húsi Vigdísar seinna í mánuðinum undir yfirskriftinni Nei, halló! Gérard er fyrrverandi kennari bæði í Menntaskólanum í Hamrahlíð og í Háskóla Íslands. Hann var mjög vinsæll kennari, algjörlega ógleymanlegur þeim sem hafa notið kennslu hans, klár, frumlegur og fyndinn.

Gérard hefur búið á Íslandi síðan snemma á áttunda áratugnum, búseta hans hér á landi fer að nálgast hálfa öld. En þeir sem þekkja Gérard vita að hann er alltaf einstaklega franskur í hátt og hugsun – og blandar því skemmtilega við þekkingu sína á Íslandi.

Því hann hefur alla tíð rýnt með mjög skörpum hætti í íslenskt samfélag. 1981 gaf hann út ljóðabók sem nefndist Franskar Íslandsvísur, vinur hans Þorgeir Þorgeirson þýddi. Sumir reiddust yfir því hvað þessi útlendingur væri að vilja upp á dekk að skoða Ísland og Íslendinga í spéspegli.

Við Gérard höfum þekkst lengi, enda búið nánast alla tíð á sömu þúfunni. Gérard settist að í Grjótaþorpinu þegar það var í algjörri niðurníðslu, þótti vera hálfgert slömm. Hann er einn þeirra sem eiga  heiðurinn af endurreisn Grjótaþorpsins, raunar er merkilegt hvað útlendingar sem hingað fluttu áttu þar stóran hlut. Ég hef verið nálægt Miðbænum alla mína ævi og nú bý ég í honum miðjum.

Við fórum snemma að tala saman við Gérard, ég man ekki nákvæmlega hvernig það er tilkomið. En hér er ljósmynd af okkur í París sumarið 1983. Við hittumst þarna fyrir tilviljun, ég held að myndin sé tekin í Lúxemborgargarðinum. Karl Roth er myndasmiðurinn. Gérard er ennþá dökkhærður, ég ennþá mjór og afar ljós yfirlitum, þetta var mjög heitt og sólríkt sumar, en strákurinn sem ég held á held ég að hljóti að vera Tómas, sonur Gérards, sem nú er þekktur kvikmyndaleikari víða um heim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti