fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Eyjan

Þórdís Kolbrún er dáleidd: „Hvenær ætli svona tryllitæki verði í stærð og á verði sem réttlætir þessi kaup?“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 11. janúar 2019 14:25

Samsett mynd DV

„Guð minn góður. Ég er dáleidd. Hvenær ætli svona tryllitæki verði í stærð og á verði sem réttlætir þessi kaup? Myndi samt fórna hálfri stofunni fyrir þetta. Kveðja kona á fjórðu vél að brjóta saman.“

Svona hljóðar Facebookfærsla Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, um myndband sem sýnir sannkallað undratæki brjóta saman þvott.

Ísraelska fyrirtækið Foldimate hefur hannað tæki sem sér um að brjóta saman þvott, sem reynist mörgum hvimleitt húsverk og verður tækið eflaust til á hverju íslensku heimili áður en langt um líður, nokkurskonar fótanuddtæki framtíðarinnar, enda Frónarbúar nýjungagjarnir með eindæmum.

Apparatið er væntanlegt á markað í lok ársins, en áætlað verð á tækinu er um 120 þúsund krónur, eða 980 dollarar. Fyrirtækið frumsýndi tækið í Las Vegas á CES sýningunni, sem er í gangi þessa daganna og er ein stærsta tæknisýning heimsins.

Þórdís Kolbrún, sem er með um 2,2 milljónir á mánuði, ætti vel að geta réttlætt kaupin án samviskubits, finni hún pláss fyrir gripinn, enda verður ekki annað séð en þetta sé hinn þarfasti þjónn.

Sjón er sögu ríkari:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Nakið listaverk fjarlægt – þó ekki Adonis

Nakið listaverk fjarlægt – þó ekki Adonis
Eyjan
Í gær

Píratar leggja fram nýtt stjórnarskrárfrumvarp – „Vilji íslensku þjóðarinnar verði virtur“

Píratar leggja fram nýtt stjórnarskrárfrumvarp – „Vilji íslensku þjóðarinnar verði virtur“
Eyjan
Í gær

Meirihluti lækna telur staðsetningu Landspítala óheppilega

Meirihluti lækna telur staðsetningu Landspítala óheppilega
Eyjan
Í gær

Brynjar hneykslaður: „Hneykslunargirni er komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Brynjar hneykslaður: „Hneykslunargirni er komin út fyrir öll eðlileg mörk“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þegar Ragnar í Smára fjölfaldaði nektarmyndir eftir Gunnlaug og dreifði á íslensk heimili

Þegar Ragnar í Smára fjölfaldaði nektarmyndir eftir Gunnlaug og dreifði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Allt plast af höfuðborgarsvæðinu brennt: „Plastmengun er ekki hérna á Vesturlöndum“

Allt plast af höfuðborgarsvæðinu brennt: „Plastmengun er ekki hérna á Vesturlöndum“