fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Breytingar á klukkunni færa okkur nær Bandaríkjunum og fjær Evrópu

Egill Helgason
Föstudaginn 11. janúar 2019 15:38

Við Íslendingar erum þjóð lengst úti í Atlantshafi. Lega okkar er á miðjum Atlantshafshryggnum. Flugvélar sem fara milli Evrópu til Ameríku fljúga hér yfir. Við erum milli heimsálfanna.

Nú er deilt um hvort færa skuli klukkuna á Íslandi aftur um klukkutíma. Þetta er gamalt þrætuefni. Eitt sinn var talað um „skammdegismál“ og sagt að hér kæmu upp á hverjum vetri svona eitt til tvö slík mál sem þjóðin gæti rifist um. Íslendingar eru mjög þrasgjörn þjóð – nú er eins og skammdegið hafi lengst talsvert mikið að þessu leyti.

En það eru ýmsar hliðar á þessu klukkumáli. Varla neinn neitar því að klukkan er vitlaus hérna miðað við hnattstöðu, en sumir telja að þetta sé bara gott á okkur. Það er mikið kvartað undan þreytu og sleni og notkun geðlyfja er hvergi meiri, en við heyrum sagt í umvöndunartóni að okkur sé nær – þjóðin eigi bara að fara fyrr í háttinn.

Einn angi málsins er hinn hagræni. Með því að halda Íslandi á sínu tímabelti – við erum alltaf á GMT (Greenwich Mean Time) opnar Ísland fyrir viðskipti ekki nema klukkutíma síðar en Vestur-Evrópa. Munurinn er tveir tímar á sumrum, en nú er rætt um að Evrópa verði til frambúðar á sumartímanum. Það myndi þýða þriggja tíma mun ef klukkunni íslensku yrði breytt.

Gamli sósíalistinn, Pétur Tyrfingsson, skrifar um þetta á Facebook:

Það voru samtök kapítalistanna sem knúðu í gegn að félagsleg klukka á Íslandi var fest þar sem hún er og þar með 1,5 klst. frá himintunglatímanum. Allt á þeirra viðskiptalegu forsendum. Þeir sem verja þetta og jafnvel æsa sig í vörninni skulu átta sig á því að þeir hafa gert sjálfa sig að hlaupatíkum auðvaldsins.

Með því að breyta klukkunni verðum við tveimur tímum frá Vestur-Evrópu, en við færumst um leið nær Bandaríkjunum. Góðkunnur læknir benti á þetta í viðtali í gær og nefndi að sér hugnaðist það ekki sérstaklega. En mismunurinn milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna yrði þá einungis þrír tímar að sumri en fjórir tímar að vetri.

Svo er reyndar önnur kenning sem hefur verið sett fram tengd auðmagninu og klukkunni nú í svartasta skammdeginu. Það er að þetta sé ekki að annað en skálkaskjól kapítalista sem ætli sér að selja bankana og gera alls kyns óskunda á meðan þeir láta okkur almúgann rífast um klukkuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti