fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Vilhjálmur heldur fast í verkfallsréttinn og afturvirka samninga

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 09:08

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ekki koma til greina að falla frá verkfallsréttinum og segir afturvirkni í samningum vera skýlausa kröfu síns fólks. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Það liggur alveg fyrir að íslenskt verkafólk afsalar sér ekki verkfallsrétti fyrir afturvirkni eins og er fólgið í tilboði SA. Ef það næst kjarasamningur fyrir mánaðamót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. janúar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en afturvirkni er skýlaus krafa af okkar hálfu,“

segir Vilhjálmur í kjölfar ummæla Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA í gær, sem sagði að hægt yrði að fallast á afturvirka samninga, ef samið verði á skynsamlegum nótum fyrir mánaðarmót, en yrði viðræðum slitið og verkföll boðuð, félli það tilboð niður.

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær öðru sinni, án þess að fjallað væri um kröfu SA um afturvirkni. Hafði verið fundað sjö sinnum áður en komið var að borði ríkissáttasemjara.

„Þannig vitum við nokkurn veginn hvar við stöndum gagnvart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veigamiklu spurningu sem lýtur að kröfum okkar til launaliðarins. Það varð niðurstaða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fundi,“

segir Vilhjálmur en fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn næsta:

„Þá sjáum við hvort við erum að leggjast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti