fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Hallur segir RÚV leggja Davíð í einelti: „Hann var fráleitt fullur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 09:21

Heimsmeistararnir Örn Arnþórsson, t.v., og Guðlaugur R. Jóhannsson sýna Davíð Oddssyni forsætisráðherra bikarinn góða.

Í nýjasta hefti Þjóðmála rifjar Hallur Hallsson upp ár sín sem fréttamaður RÚV og Stöðvar 2, en þau ár reyndust ansi viðburðarrík í fréttalegu tilliti. Hallur víkur meðal annars að því þegar Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í sjónvarpssal árið 1987, sem varð til þess að Albert Guðmundsson stofnaði Borgaraflokkinn og þegar hann og Jón Baldvin fóru í svaðilför til Eystrasaltsríkjanna í kjölfar hruns Berlínarmúrsins.

Sjá nánarHallur Hallsson:„Styrmir Gunnarsson öskraði á mig í bræðikasti hálfur uppi á skrifborði sínu í Aðalstræti“

Sjá einnig: Frelsisför Halls og Jóns Baldvins til Eystrasaltsríkjanna:Skjalatöskunni stolið að hætti KGB og kollegar myrtir af leyniskyttum

Davíð var ekki fullur

Hallur minnist eins frægasta fréttamáls tíunda áratugarins, þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, var sagður hafa verið vel við skál er hann veitti íslenska bridslandsliðinu hina frægu Bermúdaskál fyrir sigur sinn á heimsmeistaramótinu árið 1991.

Hallur segir að Davíð hafi „fráleitt“ verið fullur, heldur hafi einelti RÚV í garð Davíðs hafist fyrst þarna.

„Brennivín hefur alltaf verið stórmál á Íslandi. Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, var gómaður með fullan bílskúr af áfengi og dæmdur frá embætti. Svo var það fyrrnefnt ráðherravín Jóns Baldvins. Ríkisendurskoðun „sýknaði“ Jón Baldvin enda gæslumaður kerfisins sem sér um sína blýantanagara. Svo var það Bermúdaskál Davíðs Oddssonar. Við höfðum setið saman til borðs í veislu Skáksambands Íslands í veislusölum ríkisins í Borgartúni. Davíð var þá með slæm útbrot á enni eftir erfið veikindi og á sterkum fúkkalyfjum. Davíð hélt úr veislunni til þess að taka á móti heimsmeisturum okkar færandi heim Bermúdaskálina; HM-bikar bridgeheimsins. Ótrúlegt afrek og mikil gleði í Leifsstöð. Þar var skálað. „Við segjum ekki bara skál, heldur Bermúdaskál,“ sagði Davíð. Þar var með hljóðnema Bjarni vinur minn Felixson. Bjarni Fel fylgdi Davíð líkt og skugginn þó að athyglin hefði átt að beinast að sigursælum heimsmeisturum. RÚV-arar töldu sig finna keim af áfengi og í fréttatíma eftir fréttatíma sóttu hart að Davíð. Það lá vel á ráðherra en hann var fráleitt fullur. Um það get ég vitnað eftir að hafa setið með honum í veislu Skáksambandsins. Í þætti á Stöð 2 tók ég fyrir Bermúdaskálina. Davíð Oddsson mætti í Krókhálsinn til þess að ræða almennt um pólitíkina við mig og Kristján Má Unnarsson, þann flotta fréttamann.

Það dæmdist á mig að taka fyrir skál Davíðs og gekk allmikið á fyrir þáttinn. Davíð hafði neitað að ræða málið og krafist þess í gegnum ritara sinn að Bermúdaskálina bæri ekki á góma í þættinum. Ég þvertók fyrir það. Sagði ritara ráðherra að spurningar um Bermúda- skálina yrðu bornar fram og hann hefði valið um að mæta. Það var gert. Eftir þáttinn sagði Davíð: „Þú hafðir á réttu að standa. Þetta voru eðlilegar spurningar. Það hefði ekki gengið að ræða pólitíkina og sleppa Bermúdaskálinni.“ Með Bermúdaskálinni hófst fyrsta einelti RÚV á hendur Davíð Oddssyni. Árásirnar áttu eftir að magnast eftir því sem leið á feril Davíðs í Stjórnarráðinu og náðu hámarki í kjölfar Hrunsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti