fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Benedikt segir rík­is­stjórn­ina ætla að „klúðra“ veggjalda­mál­inu með „klaufa­leg­um“ hætti

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 10:15

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, skrifar um veggjöld í Morgunblaðið í dag og spyr hvort þau séu árás á höfuðborgarsvæðið. Hann segist hafa verið einn fárra sem ekki sló hugmyndina út af borðinu er hún var kynnt af þáverandi samgönguráðherra, Jóni Gunnarssyni árið 2017, en nefnir að undirtektirnar hafi ekki verið miklar hjá kollegum hans í Sjálfstæðisflokknum:

„Málið hef­ur litla kynn­ingu fengið, nema að Sjálf­stæðismönn­um víða um land hef­ur verið sagt hver lík­leg út­færsla verði. Ef marka má frétt­ir láta þeir sér vel líka,“

segir Benedikt og fordæmir aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar í málinu:

„Af þeim spil­um, sem þegar hafa sést, má ráða að í fyrsta lagi ætli rík­is­stjórn­in að kosta auk­in út­gjöld til vega­mála með sér­stakri lán­töku (ekki gjald­töku), láni upp á um 60 millj­arða króna. Það á sem sé að borga seinna, eins og loðað hef­ur við eyðsluglaða stjórn­mála­menn. Í öðru lagi stend­ur til að stofna sér­stakt bákn um þess­ar nýju fram­kvæmd­ir, nýtt ohf. sem vænt­an­lega á að nýta til þess að fela kostnaðinn, sem auðvitað geng­ur ekki upp. Skyndi­lega hef­ur rík­is­stjórn­in gleymt að til er Vega­gerð.“

Flumbrugangur

„Verst er að gjöld­in verða fyrst og fremst lögð á suðvest­ur­hornið, en pen­ing­ar sem „spar­ast“ vegna veggjalda eiga að fara í fram­kvæmd­ir ann­ars staðar. Flýtifram­kvæmd­ir eru því nýtt nafn á flumbru­gangi, byrði á höfuðborg­ar­svæðið og flutn­ingi tuga millj­arða króna annað,“

segir Benedikt og átelur Sjálfstæðisflokkinn fyrir vanhugsaðar álögur:

„Fram­sókn og VG hafa lítið fylgi á höfuðborg­ar­svæðinu, einn borg­ar­full­trúa af 23, og kæra sig koll­ótt. Þess vegna eru álög­ur stjórn­ar­inn­ar á höfuðborg­ar­svæðið í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins, en flokk­ur­inn virðist ætla að keyra þær van­hugsaðar í gegn og borg­ar­full­trú­ar hans fagna, eða þegja þunnu hljóði.“

Líkt og Eyjan greindi frá í gær var met slegið í innsendingum á umsögnum um samgönguáætlun og veggjöld, rúmlega 700 umsagnir. Aðeins sjö prósent innsendra umsagna studdu veggjöldin.

Sjá nánar: Aðeins 7 prósent styðja veggjaldaáætlun – Umsagnir aldrei verið fleiri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti