fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Oddný efins með söluna á Landsbankanum – Segir rök bankastjórans gilda í báðar áttir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 11:50

Oddný G. Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sér ástæðu til að minna á að enn eigi eftir að ræða sölu ríkisbankanna á Alþingi. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði við RÚV í gær að hún teldi Landsbankann tilbúinn fyrir sölu, en ríkið á rúmlega 98 prósenta hlut í Landsbankanum.

Oddný segir að rök Lilju fyrir sölunni séu einmitt þau sömu og hægt væri að nota gegn sölu bankans:

„Jafnvel þó að bankastjóri Landsbankans telji bankann tilbúinn til sölu og þó að höfundar hvítbókar um bankakerfið leggi til sölu þá á Alþingi eftir að ræða þetta ásamt framtíðarskipan bankakerfisins. Mér finnast þessi orð bankastjórans í viðtali við RÚV t.d. einmitt rök gegn sölu Landsbankans.“

Stjórnvöld eru hvött til sölu eignarhlutar síns í bönkunum í hvítbók um framtíðarsýn um fjármálakerfið sem kom út í desember.

Þverskurður samfélagsins

Lilja taldi upp nokkur atriði um Landsbankann sem ættu að teljast jákvæðir sölupunktar, en Oddný vill meina að þessi sömu atriði séu rök gegn því að selja bankann.

Lilja sagði:

 „Já auðvitað trúi ég því að það finnist kaupandi að Landsbankanum. Við erum í raun og veru að selja þverskurð af efnahagslífinu og samfélaginu á Íslandi. Við erum að þjónusta viðskiptavini um allt land í öllum atvinnugreinum og það er mjög góð fjárfesting fyrir þann sem vill vera fjárfestir á Íslandi, að vera fjárfestir í Landsbankanum.“

Lilja sagði einnig að reksturinn stæði vel í alþjóðlegum samanburði:

„Við erum með góð eiginfjárhlutföll og lítum mjög vel út þegar við förum að bera saman kennitölur banka. Þannig að fyrir mér er auðvitað sá hluti í fínu lagi og við erum tilbúin til þess að hefja söluferlið. En svo verður auðvitað líka að meta það hvernig aðstæður eru á alþjóðlegum mörkuðum og hverjir eru mögulegir kaupendur bankanna. Það skiptir líka máli í þessu samhengi.“

Unnið að lækkun eiginfjárstöðu

Eiginfjárhlutfall Landsbankans í september var 24,8 prósent, en eiginfjárkrafa Fjármálaeftirlitsins er 20.5 prósent. Eigið fé nam 236 millljörðum. Lilja sagði að mikil vinna hefði farið í að minnka eiginfjárstöðuna:

„Við erum búin að vera á mikilli vegferð við að minnka eiginfjárstöðu bankans. Við erum búin að borga út 132 milljarða í arð frá því að við hófum að greiða út arð. Þannig að við erum aðeins umfram eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins og okkar eigin varúðarkröfur. Þannig að við erum ennþá með arðgreiðslustefnu og stefnum að því að greiða út ákveðinn hluta hagnaðar í arð. En við erum búin að greiða út töluvert mikið og lækka þannig stöðuna,“ segir Lilja Björk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins