fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Björn segir Eflingu hafa opnað leið til að „standa straum af kostnaði við flokkspólitíska starfsemi“ Gunnars Smára

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, veiti klofningsfélögum verkalýðshreyfingarinnar frá Starfsgreinasambandinu stuðning og „ef til vill“ forsjá. Efling-Stéttarfélag er eitt umræddra félaga.

Björn setur samasemmerki milli nýs félagssviðs Eflingar og Sósíalistaflokksins og segir félagssviðið „opna leið“ til að fjármagna flokkspólitíska starfssemi og á þá væntanlega við Sósíalistaflokk Gunnars Smára:

„Nokkrar umræður urðu í haust þegar fjármálastjóri Eflingar til margra ára fékk fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi eftir að hafa gert athugasemd vegna reiknings frá eiginkonu Gunnars Smára til Eflingar. Það kæmi ekki á óvart þótt leiðtogi Sósíalistaflokksins yrði verktaki við að leiða félagssvið Eflingar. Hann gengur nú fram í fjölmiðlum með þann boðskap á vörunum að verkalýðshreyfingin verði að gerast flokkspólitískari. Vill hann í því efni hverfa áratugi aftur í tímann. Lýsingin á „félagssviðinu“ og verkefnum þess er í raun lýsing á Sósíalistaflokki Gunnars Smára. Með því að beina fjármunum Eflingar (12 milljarðar eru sagðir þar í sjóði) til félagssviðsins opnast leið til að standa straum af kostnaði við flokkspólitíska starfsemi.“

Þá segir Björn að Gunnar Smári sé sviðsetningasérfræðingur:

„Gunnar Smári er sérfræðingur í alls kyns sviðsetningum. Hann lét t.d. eins og allir helstu skemmtikraftar þjóðarinnar kæmu fram á fjáröflunarhátíð í Háskólabíói sem aldrei var haldin til að bjarga Fréttatímanum. Blaðið yfirgaf hann síðan án samúðar með launþegum á blaðinu.“

Vilja snúa vörn í sókn

Félagssviðið er ný deild innan Eflingar, sem sögð er til hjálpar launþegum til að bæta umhverfi og kjör á vinnustaðnum. Í tilkynningu Eflingar segir:

„Hlutverk þess er fyrst og fremst að blása nýju lífi í herskáa stéttabaráttu með virkri þátttöku félagsmanna sjálfra. Ætlunin er þannig að mynda aukið mótvægi gegn síauknum yfirráðum fyrirtækjaeigenda í samfélaginu.”

Þar segir einnig að snúa eigi vörn í sókn:

„Verkalýðshreyfingin hefur of lengi verið föst í því að bregðast við vandamálunum eftir á og er orðin of mikil þjónustustofnun. Félagssvið Eflingar er hugsað til að snúa vörn í sókn og ganga lengra í að virkja félagsmenn í baráttunni en hefur þekkst áratugum saman. Ég er gríðarlega stolt af félagssviði Eflingar og veit að það mun veita okkur mikinn styrk í kjarabaráttu næstu ára,“

segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni.

Efling auglýsti eftir kynningarstjóra á síðasta ári, en umsóknarfrestur rann út í nóvember. Var starfið sagt klæðskerasniðið fyrir Gunnar Smára og ýjað að því að staðan hefði sérstaklega verið auglýst fyrir hann.

Ekki hefur ennþá verið ráðið í starfið samkvæmt svari frá skrifstofu Eflingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu