fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Aðeins 7 prósent styðja veggjaldaáætlun – Umsagnir aldrei verið fleiri

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 10:51

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið gagnrýninn á fyrirhuguð veggjöld sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, boðaði fyrir jól í samgönguáætlun. Afgreiðslunni var frestað til nýs árs og náðist samkomulag um að klára samgönguáætlunina fyrir 1. febrúar næstkomandi.

Björn Leví taldi málið það stórt í sniðum að almenningur ætti að hafa meira um það að segja og hvatti því sérstaklega til þess að fólk sendi inn umsagnir um frumvarpið, þar sem það gæti sagt hug sinn um málið.

Björn Leví greinir frá því á Facebook í dag að mikill meirihluti umsagnanna sé andsnúinn veggjöldunum:

„Ég er búinn að fara yfir 644 umsagnir um veggjaldaáætlun meiri hlutans. Margar athugasemdir eru ítarlegar, aðrar stuttar og hnitmiðaðar (stuðningur eða andmæli). Tölfræðin, fyrir þá sem hafa áhuga:

93% andvíg veggjaldaáætlun meiri hlutans
7% styðja veggjaldaáætlunina.“

Nýtt met

Björn tekur fram að enn eigi eftir að skrá nokkrar umsagnir, en aldrei hafi fleiri umsagnir verið sendar inn og í tilfelli samgönguáætlunar:

„Það á enn eftir að skrá nokkrar umsagnir en umsagnarfrestur er nú liðinn (amk möguleikinn á að það sé auðvelt að taka tillit til umsagna í þinglegri meðferð – það er alltaf hægt að senda umsögn á meðan málið er í vinnslu nefndarinnar). Mig langar til þess að þakka þeim sem sendu umsagnir. Heildarfjöldi umsagna er nú 773 umsagnir þar sem tæpar 70 bárust um samgönguáætlunina sjálfa og (enn sem komið er) um 700 um veggjaldaáætlun meiri hluta. Þetta er met í fjölda umsagna, til hamingju þið og takk kærlega fyrir að sýna þessu áhuga.“

Aðrar leiðir færar

Í grein sinni fyrir jól sagði Björn Leví að aðrar leiðir væru einnig í boði en að rukka almenning um veggjöld, til dæmis að lækka skatta aðeins minna:

„Við skuld­um ansi mikið í upp­bygg­ingu sam­göngu­kerf­is­ins eft­ir hrunið. Vissu­lega get­um við fjár­magnað það með veg­gjöld­um en það eru marg­ar aðrar leiðir til þess líka. Sem dæmi þá kosta þær fram­kvæmd­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn býst við að fara í um 5 millj­arða á ári. Á sama tíma lækk­ar stjórn­in skatta um tæpa 12 millj­arða. Það væri auðvelt að lækka skatta aðeins minna og fjár­magna sam­göngu­skuld­ina. Hvað finnst þér?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt