fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Segja málflutning landlæknis ala á fordómum og krefjast þess að „dylgjur starfsmanna embættisins“ verði dregnar til baka

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 16:31

Alma Dagbjört Möller, landlæknir

Stjórn ADHD-samtakanna hefur sent frá sér ályktun þar sem „síendurteknum villandi“ málflutningi landlæknis er hafnað og krafist þess að hann dragi til baka dylgjur starfsmanna embættisins um meintar ofgreiningar. „Málflutningur starfsmanna embættisins byggir ekki á vísindalegum forsendum eða er í besta falli mistúlkun á fyrirliggjandi gögnum.“

Í ályktuninni segir stjórn samtakanna málflutning landlæknis fela í sér „alvarlega aðdróttun um að íslenskir geðlæknar og sálfræðingar hafi um árabil stundað kerfisbundið fúsk við greiningar á ADHD og læknisfræðilegar ráðleggingar þeim tengdum“.

Samtökin segja málflutning landlæknis til þess eins fallinn að ala á fordómum í garð einstaklinga með ADHD og þeirra fáu úrræða sem aðgengileg eru og best hafa nýst hér á landi.

Starfsmenn embættis landlæknis hafa ítrekað látið í ljós þá skoðun landlæknis að greiningu ADHD og tilheyrandi lyfjagjöf sé ábótavant á Íslandi. Segir meðal annars í 24. pistli embættis landlæknis, sem birtist í Læknablaðinu á síðasta ári: „Á Íslandi er brotakennt heilbrigðiskerfi sem lýsir sér meðal annars í því að sjúklingar fá ekki alltaf þá þjónustu sem þeir þurfa. Í slíku kerfi er tilhneiging að „leysa“ vandamálin á einfaldan og fljótlegan hátt með lyfjum í stað þess að takast á við vandann á annan hátt sem oftast er vænlegra til langtímaárangurs. Ofgreiningar og sjúkdómavæðing er sennilega hluti vandans. Hér má benda á að ofvirkni með athyglisbresti (ADHD) er ein örfárra sjúkdómsgreininga sem fólk sækist eftir að fá.“

Sjá einnig: Landlæknir: „Tilhneiging að „leysa“ vandamálin á einfaldan og fljótlegan hátt með lyfjum í stað þess að takast á við vandann“

Krefjast samtökin að Embætti landlæknis dragi til baka „dylgjur starfsmanna embættisins um meintar ofgreiningar fagfólks og ofnotkun lyfja vegna ADHD, enda slíkur málflutningur til þess eins fallinn að ala á fordómum í garð einstaklinga með ADHD og þeirra fáu úrræða sem aðgengileg eru og best hafa nýst hér á landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti