fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Frelsisför Halls og Jóns Baldvins til Eystrasaltsríkjanna: Skjalatöskunni stolið að hætti KGB og kollegar myrtir af leyniskyttum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta hefti Þjóðmála rifjar Hallur Hallsson upp ár sín sem fréttamaður Sjónvarps, en þau ár reyndust ansi viðburðarrík í fréttalegu tilliti. Hallur rifjar meðal annars upp fall kommúnismans og þátt Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, er hann viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.

Af lestrinum mætti ætla að um sögufléttu í James Bond mynd væri að ræða, slíkur er hasarinn.

Við gefum Halli orðið:

Með Jóni Baldvin í frelsisför

Páll Magnússon bað mig að taka við erlendum fréttum á Stöð 2, kannski til að róa pólitíkina og eigendur Stöðvar 2. Þá voru fjötrar A-Evrópu að trosna, Berlínarmúrinn að hrynja, Ceausescu leiddur fyrir aftökusveit og hið illa heimsveldi Sovétríkjanna í andarslitrunum. Í kjölfar ódæðisverka Rauða hersins í útjaðri Vilnius í janúar 1991 – dagana sem stríð braust út við Persaflóa – fór ég með Jóni Baldvin til Litháen, Lettlands og Eistlands. Það var að sönnu hetjuför ráðherra. Sovéskir skriðdrekar voru í útjaðri Vilnius eftir að 13 manns höfðu fallið við sjónvarpsturn Vilnius. Jón Baldvin hitti frelsishetjuna Vytautas Landsbergis í vígbúnu þinghúsi Vilnius og úti fyrir stóð fólk vaktina við varðelda og beið þess sem verða vildi. Það var angist í augum fólks.

Frá Vilnius fórum við til Riga í Lettlandi, þar sem skjalataska ráðherra hvarf við dularfullar aðstæður að hætti KGB. Tveir sovéskir kollegar á hótelinu í Riga voru skotnir til bana af leyniskyttum eftir að við höfðum hraðað okkur út í bílalestina og haldið til Tallinn í Eistlandi. Þeir voru í anddyrinu þegar við hlupum út í bílana. Í Tallinn kom ég Jóni Baldvin og Lennart Meri í samband við CNN til þess að upplýsa um ástandið eftir að hafa brotið gegn útgöngubanni og farið í utanríkisráðuneytið þar sem þeir voru. Í ágúst 1991 klifraði Jeltsín upp á skriðdrekann í Moskvu og Sovétríkin hrundu eins og spilaborg. Þjóðirnar fyrir botni Eystrasalts fengu langþráð frelsi.

Sjá einnig:  Hallur Hallsson:„Styrmir Gunnarsson öskraði á mig í bræðikasti hálfur uppi á skrifborði sínu í Aðalstræti“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus