fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Björn Bjarnason: „Reiði Dags B. breytist í karlrembu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 15:13

Björn á hátíðarþingfundinum á Þingvöllum- Mynd Hanna DV

Björn Bjarnason hefur bæst í hóp fólks sem gagnrýnir borgarstjóra fyrir setu sína í nefnd um braggamálið, eftir að hann neitaði að verða við áskorun Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að víkja úr henni þar sem efast mætti um trúverðugleika hans, sökum ábyrgðar í braggamálinu.

Björn segir á heimasíðu sinni:

„Reiði Dags B. birtist í því að mánudaginn 7. janúar gerði hann lítið úr sjálfstæði Hildar í útvarps- og sjónvarpsfréttum og lýsti henni sem strengjabrúðu harðlínuafla í baklandi sjálfstæðismanna í Reykjavík „sem vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta,“ sagði Dagur B. og talaði af karlrembu niður til Hildar.“

Dagur lýsti því yfir í sexfréttum RÚV í gær, að braggamálinu væri lokið:

 „Ja, braggamálinu er lokið, framkvæmdum er lokið, óháðri úttekt er lokið,“

Um þetta segir Björn:

„Þarna birtist enn ein afneitun borgastjóra í þessu máli. Umræðum um málið er ef til vill lokið milli meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. VG, Viðreisn og Píratar fylkja sér á bak við Dag B. í þeirri trú að þar með sé þessu máli lokið.“

Þá vekur Björn athygli á ummælum Vigdísar Hauksdóttur frá því í dag, sem sagði að braggamálið væri rétt að byrja.

 

Sjá einnigDagur borgarstjóri sakaður um kvenfyrirlitningu:„Ekki veit ég hvernig Samfylking kemur fram við sínar konur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti