fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarnason: „Reiði Dags B. breytist í karlrembu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 15:13

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason hefur bæst í hóp fólks sem gagnrýnir borgarstjóra fyrir setu sína í nefnd um braggamálið, eftir að hann neitaði að verða við áskorun Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að víkja úr henni þar sem efast mætti um trúverðugleika hans, sökum ábyrgðar í braggamálinu.

Björn segir á heimasíðu sinni:

„Reiði Dags B. birtist í því að mánudaginn 7. janúar gerði hann lítið úr sjálfstæði Hildar í útvarps- og sjónvarpsfréttum og lýsti henni sem strengjabrúðu harðlínuafla í baklandi sjálfstæðismanna í Reykjavík „sem vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta,“ sagði Dagur B. og talaði af karlrembu niður til Hildar.“

Dagur lýsti því yfir í sexfréttum RÚV í gær, að braggamálinu væri lokið:

 „Ja, braggamálinu er lokið, framkvæmdum er lokið, óháðri úttekt er lokið,“

Um þetta segir Björn:

„Þarna birtist enn ein afneitun borgastjóra í þessu máli. Umræðum um málið er ef til vill lokið milli meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. VG, Viðreisn og Píratar fylkja sér á bak við Dag B. í þeirri trú að þar með sé þessu máli lokið.“

Þá vekur Björn athygli á ummælum Vigdísar Hauksdóttur frá því í dag, sem sagði að braggamálið væri rétt að byrja.

 

Sjá einnigDagur borgarstjóri sakaður um kvenfyrirlitningu:„Ekki veit ég hvernig Samfylking kemur fram við sínar konur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki