fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Er Davíð á leið aftur í pólitík? „Augljóst að hann þráir að komast aftur inn í þingið“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 09:47

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Las Reykjavíkurbréf ritstjóra morgunblaðsins rétt í þessu. Það er augljóst á lestri bréfsins að hann þráir að komast aftur inn í þingið enda eyðir hann næstum öllu pláss sínu í að tala um eldra fólk í stjórnmálum víða um heim.“

Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina en ætla má af lestri bréfsins að þar haldi Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, á penna.

Í bréfinu skrifar Davíð meðal annars um aldur stjórnmálamanna, bæði hér heima og erlendis. Hann nefnir fjölda fólks, einstaklinga sem komnir eru á áttræðis- og jafnvel níræðisaldur, en lætur til sín taka í stjórnmálum af krafti. Hann byrjar þó á að nefna Ellert B. Schram sem á dögunum varð elstur manna til að setjast á Alþingi Íslendinga, 79 ára gamall.

„Mörg­um varð hugsað til þess að óvænta frétt­in væri frek­ar sú að eng­inn maður á þess­um aldri eða eldri skyldi hafa setið á þingi þjóðar­inn­ar,“ segir Davíð sem telur síðan upp fleiri dæmi um einstaklinga sem látið hafa til sín taka á sviði stjórnmála, jafnvel þó þeir séu komnir af léttasta skeiði, ef svo má segja.

„Árið 1964 flykkt­ist múgur og marg­menni að þing­hús­inu í London þegar frétt­ist að Winst­on Churchill væri að hætta á þingi. Hann var þá níræður. Sett­ist inn í bíl sinn reykj­andi eðal­vindil og gaf sig­ur­merkið.“

Davíð heldur svo áfram:

„De Gaulle sagði óvænt af sér sem for­seti Frakk­lands 78 ára gam­all. Vin­ur hans, Kon­ráð Adenau­er lét af kansl­ara­embætti Þjóðverja 84 ára gam­all.“

Hann nefnir svo Franco, sem var einvaldur á Spáni þar til hann lést 83 ára, og svo annan umdeildan stjórnmálamann. „Berlusconi, sá gamli vin­ur bréf­rit­ara, held­ur 82 ára enn um marga spotta á Ítal­íu og er þá ekki átt við hlýra og bik­ini­bönd.“

Fjölmörg dæmi

Davíð heldur áfram að telja upp fólk sem verið hefur áberandi á undanförnum árum, ýmist í opinberum embættum eða stjórnmálum. Bendir hann á að enginn njóti eins mikils trausts í Bretlandi og Elísabet drottning sem verður 93 ára í vor. Hann bendir réttilega á að hún þurfi þó ekki að horfa með hrolli til kjörkassanna.

Í Bandaríkjunum nefnir hann Dianne Feinstein, þingmann öldungadeildar frá Kaliforníu, sem verður 86 ára í sumar. Hún verður 92 ára næst þegar hún þarf að huga að endurkjöri. Nancy Pelosi, sem á dögunum var kjörin þingforseti fulltrúadeildarinnar, er á 79. aldursári. Joe Biden, sem er sagður líklegur sem forsetaefni demókrata fyrir næstu forsetakosningar, verður 78 ára á næsta ári. Annar sem nefndur hefur verið er Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem er tæpu ári eldri en Biden.

Davíð nefnir svo fleiri til sögunnar en þess má geta að Davíð Oddsson er er fæddur 17. janúar 1948 og verður því 71 árs í næstu viku. Miðað við upptalninguna sem birtist hér að framan gæti vel farið svo að Davíð snúi aftur í pólitík hafi hann á að annað borð áhuga. Aldur virðist að minnsta kosti ekki skipta miklu máli eins og hann bendir sjálfur á í grein sinni.

Þráir að komast aftur

Helga Vala segir augljóst að Davíð þrái að komast aftur inn í þingið. „Spurning hvort hann endi ekki bara á því að leiða einn lista Miðflokksins í næstu kosningum,“ segir hún. Nokkrir tjá sig undir færslu Helgu Völu. Einn þeirra er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem segir: „Þetta er de Gaulle heilkennið sem hrjáir marga gamla og löngu hætta stjórnmálamenn. Þá dreymir stöðugt um „come back“.

Sigurjón M. Egilsson, fjölmiðlamaður á Miðjunni, benti einnig á þetta á vef sínum og sagði: „Í Reykjavíkurbréfi morgundagsins rekur Davíð Oddsson aldur áberandi stjórnmálamanna, austan hafs og vestan. Niðurstaðan er sú að Davíð, sem verður 71 árs eftir fáa daga, er ekki svo gamall og gæti því enn átt endurkomu í stjórnmálin, alla vega aldursins vegna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“