fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Björn Leví segir Sigmund Davíð vera að „skemma“ stjórnmálin: „Ég ætla ekki að vera einn að þeim sem þegir“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 16:45

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, ekki bara hafa valdið stjórnmálalegum skaða, heldur einnig fjárhagslegum. Vitnar hann í greinar Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi skattstjóra og Guðjóns Jenssonar, leiðsögumanns sem skrifaði í Kjarnann, máli sínu til stuðnings.

Í grein Indriða eru færð rök fyrir því að Icesave-barátta Sigmundar hafi verið ofmetin, að minnsta kosti til fjár og segist Björn Leví frekar taka mark á fyrrverandi skattstjóra heldur en Sigmundi sjálfum:

„Virkilega góð grein hérna um þann skaða sem Sigmundur Davíð hefur valdið, ekki bara stjórnmálalegan skaða heldur einnig fjárhagslegan skaða … ég tek mark á Indriða H. Þorlákssyni, fyrrverandi skattstjóra, hvenær sem er fram yfir órökstudda bullið hjá Sigmundi. Sjá greiningu Indriða hérna, þar sem farið er yfir hvernig Íslendingar töpuðu á IceSave baráttu Sigmundar.

Nið­ur­staðan er sú að Bretar og Hol­lend­ingar fengu frá þrota­bú­i L­BI (­þrotabú gamla Lands­bank­ans) og TIFF (Trygg­inga­sjóður inn­stæðu­eig­enda) um 53,5 millj­arða króna meira en nam þeim tryggð­u Ices­a­ve inni­stæðum sem þeir tóku yfir.“

Segir hann einnig að Sigmundur sé tengdur í þau öfl sem hann segist berjast gegn:

„Þess vegna gagnrýni ég Sigmund Davíð hátt þessa dagana. Hann er að skemma stjórnmálin með strámönnunum sínum, stimpilstjórnmálin og þykjustu baráttu sína gegn óskilgreindum vondum peningaöflum. Þykjustu af því að hann er tengdur í nákvæmlega þau öfl hérna á Íslandi. Ég ætla ekki að vera einn að þeim sem þegir.“

Björn Leví kallaði Sigmund Davíð„fávita“ um helgina og sakaði hann um lýðsskrum vegna greinar sinnar í Morgunblaðinu á gamlársdag., líkt og Fréttablaðið greindi frá.

Taka þurfi á spillingunni í réttri röð

Björn Leví segir að fyrst þurfi að taka á spillingunni á Alþingi, áður en þingmenn get tekið á „stóru málunum“:

„Og svo er kvartað yfir að fyrirspurnirnar mínar kosti pening. Það var verið að kvarta í mér um daginn að ég væri ekki að sinna „stóru málunum“ eins og rányrkju bankanna á heimilum landsins heldur bara vesenast í sjálftöku þingmanna. Vandamálið er að það þarf þingmenn til þess að sinna stóru málunum. Ef þingmenn geta einmitt ekki haft eftirlit með eigin spillingu hvernig í ósköpunum eiga þeir þá að geta fylgst með stóru spillingunni? Markmið mitt með því að hreinsa aðeins til í þessum málum meðal þingmanna; starfskostnaði, dagpeningum og þess háttar, er einmitt að þvinga þingmenn til þess að halda öllum öðrum að sömu stöðlum og þeir setja sjálfum sér. Ef þingmönnum eru ekki sett stíf mörk, reglur sem farið er eftir, þá er ekki líklegt að þeir krefjist þess að aðrir geri það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti