fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Bæjarstjóra blöskrar stríðstalið: „Hættum að gengisfella orð og hugtök sem við höfum ekki hugmynd um hvað þýða“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 08:53

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvaða endemis della er það að þurfa alltaf að grípa til líkingamáls úr hernaði til að lýsa því yfir að maður sé ósáttur eða ósammála einhverju? Þetta herskáa stríðstal er að tröllríða allri umræðu. Hér er þetta notað um fiskeldi en bara á síðustu vikum hef ég séð þetta notað um samgöngur, kjaramál, opinbera starfsmenn og bílastæði! Allt er orðið að einhverju ímynduðu stríði eða hernaði,“

segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.

Tilefnið er yfirlýsing Icelandic Wildlife Fund (IWF) sem í gær sagði drög Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpi til laga um breytingar á lagaákvæðum er tengjast fiskeldi, vera „stríðsyfirlýsingu“ á hendur þeim er vildu vernda lífríkið og starfa á vísindalegum grundvelli.

Guðmundur er mótfallinn því að slíkt líkingarmál sé notað í umræðunni, þar sem tungumálið hafi upp á margt annað að bjóða, slíkar líkingar hljóti að vera íslendingum framandi og hreinlega móðgandi fyrir þá sem þekki slíkan stríðsveruleika:

„Í fyrsta lagi þá er tungumálið okkar hlaðið blæbrigðum og myndmáli sem er svo miklu betra en þetta dómsdagsraus. Margt af því er meira að segja úr okkar eigin veruleika og tengist því sem við þekkjum. Í öðru lagi þá höfum við sem þjóð, ekki hugmynd um hvað það þýðir að vera í stríði eða standa í stríðsrekstri. Ekki guðsgræna glóru. Eða jú reyndar, ef horft er til sögunnar þá er það fyrirboði um efnahagslegan ábata, uppgrip og sáralítið tjón. En ég er ekki viss um að þeir sem brúka herskáa líkingamálið viti það. Við eigum ekkert tilkall til þess að nota þessar stríðstilvísanir héðan úr okkar spikfeitu velmegunarbúbblu og altumlykjandi forréttindum. Það er hrein og klár móðgun við þá sem raunverulega þekkja til og vita hvað í hugtakinu felst.“

Þá segir Guðmundur að hann sé ekki að fara fram á að öll dýrin í skóginum séu vinir, heldur að látið verði af því að gengisfella digurbarkaleg orð með þessum hætti:

„En ekki misskilja, ég er ekkert að fara fram á að allir rauli sífellt saman einlæga skátasöngva í mesta bróðerni. Það er allt í lagi að takast á. Ég er bara að fara fram á að við hættum að gengisfella orð og hugtök sem við höfum ekki hugmynd um hvað þýða. Annars er ég bara nokkuð sprækur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus