fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Segja að verkalýðsbaráttan sé orðin að púðurtunnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 11:32

„Það er verið að búa til miklar væntingar til sinna félagsmanna og það verður erfitt fyrir þau að stíga til baka með sátt. Mér sýnist líka að þau séu að sækja í læti, þau leggja þetta þannig upp, hvort sem það er meiri eða minni alvara á bak við það,“ segir Sirrý Hallgríms, ráðgjafi og þekktur pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, um útlitið í kjaramálum núna. Sirrý telur að verkalýðsforingjar á borð við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, séu mjög herskáir.

Þetta kom fram á þættinum Sprengisandur á Bylgjunni þar sem kjaramálin og önnur þjóðfélagsmál voru rædd. Sirrý sagði að tillögur Samtaka atvinnulífsins virtust skynsamlegar, þar sem lögð væri áhersla á að auka hlutfall dagvinnu á kostnað yfirvinnu, enda væri viðvera Íslendinga á vinnustað afar mikil og ekki alltaf í samræmi við afköst.

Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, tók ekki undir með Sirrý. „Mín tilfinning er sú að það sé vinnandi stéttum mikið gleðiefni að hafa fengið Sólveigi inn á þetta svið,“ sagði Auður. Hún sagði að Sólveig Anna væri afar sympatísk manneskja og maður legði alltaf ósjálfrátt við hlustir þegar hún tæki til máls. Auður sagði að hún teldi helsta verkefnið í kjarasamningum að tryggja lágmarksréttindi erlends vinnuafls.

Dýrt að búa á Íslandi

Sigmundur Erni Rúnarsson, fjölmiðlamaður á Hringbraut, benti á að kjör okkar fælist að litlum hluta í launum og kaupmáttur skipti meiri máli en hærri laun. Hann sagði að það væri afar dýrt að búa á Íslandi. Grunnþjónusta sem opinberir aðilar greiddu áður hafi færst í auknum mæli inn á heimlin. Ef maður verði veikur í dag og þurfi að leggjast á spítala kosti það verulega fjármuni og nú sé verið að færa veggjöld líka inn á heimilin.

Aðalheiður borgar 280 þúsund í leigu

Sirrý sagði að verkalýðsbaráttan væri púðurtunna. En ef verðbólgan fari af stað hafi það gríðarleg áhrif á launþega, ekki síst þá efnaminni. Hinir efnameiri eigi frekar skuldlausar eignir og fari því ekki eins illa út úr höfuðstólshækkunum ef verðbólgan fari af stað, en fyrir marga launþega, ekki síst þá efnaminni þýði það verulega kjaraskerðingu.

Sirrý sagði jafnframt að allt of hátt húsnæðisverð væri borgaryfirvöldum að kenna sem hefðu lagt áherslu á þéttingu byggðar og uppbyggingu á húsnæði sem væri allt of dýrt.

Aðalheiður taldi hins vegar að helsta meinið á húsnæðismarkaðnum væri allt of dýr húsaleiga. Sjálf er hún í leiguhúsnæði og greiðir 280 000 krónur á mánuði fyrir húsnæði undir fjögurra manna fjölskyldu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti