fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Eyjan

Hversu heilagar eru þjóðaraatkvæðagreiðslur? En ef þjóðin skiptir um skoðun?

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. janúar 2019 13:50

Hversu heilög eru úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu? Ber að túlka þau þannig að þar tali kjósendur í eitt skipti fyrir öll – að þetta sé eins konar helgiathöfn sem ekki megi hrófla við eftir á?

En ef viðkomandi þjóð hefur síðan skipt um skoðun? Kemur jafnvel í ljós að hún var á valdi einhverra tilfinninga þegar kosið var, en þær eru að miklu leyti horfnar?

Ný skoðanakönnun í Bretlandi sýnir að 46 prósent aðspurðra myndu kjósa með áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu – semsagt gegn Brexit –  en 39 prósent myndu kjósa með útgöngu. 15 prósent sögðust vera óákveðin.

Þetta er nokkuð öðruvísi en í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem David Cameron efndi til 2016, aðallega til að leysa innanhússvandamál Íhaldsflokksins. Þá birtust úrslitin sem virðast svo háheilög að ekki má hrófla við þeim, 52 prósent Breta sögðust vilja ganga úr ESB. 2016 var mikið upplausnarár í stjórnmálum í heiminum – og það er ljóst að margir kjósendur vissu lítið um hvað þeir voru að kjósa.

Samkvæmt skoðanakönnuninni sem var framkvæmd af YouGov telja 41 prósent Breta að lokaákvörðunin um útgöngusamninginn eigi að vera tekin af kjósendum en 36 prósent vilja að þingið taki ákvörðunina.

En flækjurnar eru ýmsar – og standa með margvíslegum hætti í vegi fyrir því að „þjóðarviljinn“ birtist. Theresa May á eftir að ná útgöngusamningi sínum í gegnum þingið. Hann gerir ráð fyrir miklu, nánu og áframhaldandi samstarfi við ESB. En innan flokks hennar hafa margir blauta drauma um „hart Brexit“ sem muni endurvekja gamlan þjóðernismetnað meðal Breta (þótt Skotar séu t.d. á allt öðru máli).

Svo er það Jeremy Corbyn. Hann er gamall utangarðsmaður í flokki sínum sem loks tókst að komast til valda í Verkamannaflokknum í upplausninni fyrir fáum árum. Corbyn hefur alltaf verið á móti Evrópusambandinu. Corbyn hefur sagt að ekki sé hægt að stöðva Brexit, þjóðaratkvæðagreiðslan hafi farið fram og hún standi. Að þessu leyti er Corbyn í raun í sama liði og Íhaldsflokkurinn – nema hvað hann vonast til að Brexit fari svo illa að boðað verði til kosninga og hann komist til valda.

En málið er mikill meirihluti Verkamannaflokksins er algjörlega á öndverðu meiði við foringja sinn. Skoðanakannanir sýna þetta glöggt. Í Guardian vitnar Andrew Rawnsley í skoðanakönnun þar sem segir að 73 prósent stuðningsmanna Verkamannaflokksins telja rangt að ganga úr ESB, en meðal sjálfra meðlima flokksins er talan miklu hærri – 88 prósent. Eins og Rawnsley bendir á þarf flokkurinn að gera uppreisn gegn Corbyn ef ná á fram annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum
Eyjan
Í gær

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Í gær

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“

Samdráttur í kortaveltu: „Landsmenn stilltu jólagleðinni í hóf“
Fyrir 2 dögum

Er braggamálið frávik ?

Er braggamálið frávik ?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti