fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Björn æfur út í Reykjavíkurblaðið: „Gefið út til að koma höggi á Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fer hörðum orðum um Reykjavíkurblaðið í nýjum pistli, vegna umfjöllunar um Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðiflokksins í því. Reykjavíkurblaðið er gefið út af félaginu Fótspor sem er í eigu Ámunda Ámundasonar. Ritstjóri blaðsins er þekktur blaðamaður, Thor Fanndal.

Á forsíðu blaðsins er mynd af Bjarna og fyrirsögnin „Rangtúlkar ítrekað opinber gögn“. Umfjöllun er síðan um Bjarna á bls. 2 og er tilefnið orð sem Bjarni lét falla í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag, þess efnis að aðeins 1% starfi á lágmarkstaxta. Vísaði Bjarni þar til gagna frá Hagstofu Íslands. Reykjavíkurblaðið bendir á að þau gögn miði við heildarlaun en ekki lágmarkstaxta. Því sé ályktun fjármálaráðherra röng. Í greininni er síðan farið yfir nokkur önnur tilvik þar sem því er haldið fram að Bjarni rangtúlki opinber gögn. Er Bjarni sakaður um að segja rangt um niðurstöðu aflandsskýrslu og að röng mynd sé dregin upp af fjármálum Íslandspósts á vef Fjármálaráðuneytisins í grein í haust.

Björn segir um þessa umfjöllun í pistli sem ber yfirskriftina „Alhæfingar og hugleysi í fjölmiðlum“:

Öðru blaði, Reykjavíkurblaðinu á vegum Ámunda Ámundasonar, var stungið inn um blaðarifuna án leyfis laugardaginn 5. janúar. Ætla hefði mátt að í þessu blaði yrði fjallað um stöðu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem er veikari um þessi áramót en nokkru sinni fyrr. Ekki eitt orð um hana. Grein um sósíalraunsæi í áramótaskaupi tekur eina síðu, um áhrifavalda er fjallað á einni síðu, tvær síður eru undir bíóannál ársins og annað efni er smælki til uppfyllingar fyrir utan forsíðumynd af Bjarna Benediktssyni með fyrirsögninni: Rangtúlkar ítrekað opinber gögn. Nafnlaus grein á bls. 2 snýst síðan um að túlka beri tölur hagstofunnar eða niðurstöður í opinberum skýrslum á annan veg en Bjarni gerir.

Nöturlegra fjölmiðlaefni en ólíkar túlkanir á hagtölum þekkist varla. Hver stendur straum af kostnaði við útgáfu á þessari sendingu inn á heimili borgarbúa í ársbyrjun til rífast við Bjarna Benediktsson vegna orða sem hann lét falla í Kryddsíldinni á gamlársdag?

Svarið við spurningunni birtist í efni Reykjavíkurblaðsins. Þetta tölublað er gefið út til að koma höggi á Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn. Að enginn höfundur gefi sig fram vegna þessa efnis sýnir hugleysi þess sem borgar.

DV bar þessar ásakanir undir ritstjóra Reykjavíkurblaðsins, Thor Fanndal. Hann svarar:

„Þetta er bara bjánaskapur í Birni og sýnir bara enn einu sinni að þessa menn er aldrei hægt að halda sáttum. Þeir eru beinlínis andsnúnir tjáningarfrelsi allra sem þeir telja til vinstri. Í þann hóp falla allir sem ekki skrifa í Þjóðmál og óttast innrás Rússa. Ef það er ekki skaupið sem er áróður þá er það blað sem gefið er út til að selja auglýsingar, segja frá viðburðum og fjalla um menningu fyrir Reykvíkinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega