fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Borgir á mannlegum skala, vistvænar og hollar fyrir íbúana – og góðar fyrir börn og aldraða

Egill Helgason
Laugardaginn 5. janúar 2019 14:08

Daninn Jan Gehl er einn áhrifamesti skipulagsfræðingur veraldarinnar. Hann hefur verið fenginn til ráðgjafar um borgarskipulag um víða veröld, við getum nefnt Moskvu og New York. Hugmynda hans sér þó mest stað í Kaupmannahöfn sem einstæð borg sökum þess hversu auðvelt er að ferðast þar um gangandi eða á reiðhjóli.

Gehl leggur áherslu á skipulag á mannlegum skala. Við mennirnir skynjum nærumhverfi okkar, en við sjáum ekkert sérlega vítt í kringum okkur. Við erum göngudýr, eins og hann segir. Þess vegna er mikilvægt að í umhverfi okkar sé eitthvað sem dregur að sér mannlíf, gleður augað, gerir okkur auðveldara að fara um. Þetta er mikilvægara en til dæmis að hanna hús með tilliti til útsýnis, segir hann.

Borgir þarf líka að hanna þannig að þær séu heppilegar fyrir börn og gamalt fólk – það er einn mælikvarðinn. Yngsta fólkið og elsta fólkið á ekki auðvelt með að fara um á bílum, en strætin og torgin þurfa að vera þannig að börnin og þeir sem eru aldraðir fái þrifist, einangrist ekki heldur geti tekið þátt í mannlífinu.

Þetta er meðal þess sem Gehl ræðir um í viðtalinu. Hann talar líka um vistvænar borgir og borgir þar sem er hollt að búa. Því þótt okkur þyki þægilegt að nota einkabílinn mun hann seint vera talinn stuðla að hollum lifnaðarháttum eða heilnæmu umhverfi.

Viðtalið var tekið í tilefni þess að nýskeð kom út bókin Mannlíf milli húsa eftir Jan Gehl í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur. Þetta er sígilt tímamótaverk sem hefur haft mikil áhrif, kom fyrst út 1971 og hefur verið þýtt á næstum 40 tungumál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili