fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Bandalag háskólamanna ætlar ekki að slaka á kröfugerð til að liðka fyrir hækkun lægstu launa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. janúar 2019 11:25

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, ítrekar þá stefnu samtakanna að fara fram á ríflegar kjarabætur í komandi kjaraviðræðum. Hún segist styðja kröfuna um lágmarkslaun upp á 420.000 krónur sem nokkur stór stéttarfélög hafa lagt fram, en bendir á að sumir félagsmanna sinna séu nú þegar með lágmarkslaun upp á 417 þúsund krónur. Stór hluti félagsmanna í BHM sé með laun á milli 400 og 600 þúsund krónur.

Þetta kom fram í umræðuþættinum Í vikulokin á RÚV. Þórunn bendir á að hennar félag hafi tekið mikinn þátt í því að koma á stöðugleika eftir hrun og félagsmenn tekið á sig kjaraskerðingar. Félagið hafi staðið í verkfallsaðgerðum árið 2015 sem enduðu með lagasetningu og gerðardómi. Almenni markaðurinn hafi síðan notað niðurstöðu þess dóms til að fá hækkanir og ávinningurinn hafi núllast út.

Lágmarkslaun eru nú 300.000 krónur og er ljóst að hækkun þeirra upp í 420.000 krónur er aðeins gerleg ef þær launahækkanir fara ekki upp allan launastigann í prósentuvís. BHM virðist hins vegar ekki ætla að gefa eftir í sinni kröfugerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus