fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar líklegar til að skerða lífskjör og efast um að jöfnuður sé eftirsóknarverður

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 09:26

Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir í grein sinni á vef Viðskiptaráðs sem ber yfirskriftina Vinnumarkaðslegur ómöguleiki að kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax, meðan Ísland, sem búi við einhver bestu lífskjör sem mannkyn hefur upplifað, hafi skilað átjánfaldri vergri landsframleiðslu á síðastliðnum 100 árum og því gerist góðir hlutir hægt.

Í greininni dregur Konráð í efa að jöfnuður sé eftirsóknarverður, en hann segir kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar líklegri til að skerða lífskjör landsmanna heldur en bæta:

„Kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar gera á hinn bóginn ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Því skal haldið til haga að það er skiljanleg krafa að laun og tekjur séu mannsæmandi og dugi til framfærslu. Aðstæður fólks eru misjafnar og því miður fara sumir halloka í samfélaginu og flest erum við sammála um að styðja við þá sem minnst mega sína. Enda snýst gagnrýni á kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar að litlu leyti um markmiðið. Gagnrýnin snýst um leiðina að markmiðinu, leið sem er ekki bara ólíkleg til þess að skila þeim árangri sem stefnt er að heldur líklegri til að beinlínis skerða lífskjör flestra Íslendinga.“

Spyr hvort jöfnuður sé eftirsóknarverður

Þá dregur Konráð í efa að jöfnuður sé eftirsóknarverður:

„Er algjör jöfnuður raunhæfur eða eftirsóknarverður? Nú hefur verið tekið fram að ef kröfum um breytingar á skattkerfinu verði ekki mætt muni þurfa meiri launahækkanir og öfugt. Þó kemur fram í kröfugerð VR bæði krafa um krónutöluhækkanir sem nema 125.000 á mánuði upp allan launastigann og að lægstu laun verði skattfrjáls. Kröfugerð SGS orðar þetta öðruvísi og sumt í kröfunum virðist óljóst. Við vitum þó, eins og hér hefur verið rakið að kröfurnar eru miklar. Hvað ef gengið verður að kröfum um krónutöluhækkanir og skattleysismörk verða samtímis færð upp í 300 þúsund krónur?

Áhrif slíkrar sviðsmyndar er hægt að gera sér í hugarlund á mynd 4. Þar má annars vegar sjá ráðstöfunartekjur reglulegra launa fullvinnandi launafólks eftir tekjutíundum eins og þær eru áætlaðar í dag og hins vegar hvernig þær gætu litið út árið 2021 miðað við og 300.000 kr. skattleysismörk, án þess að ríkið verði fyrir tekjutapi.

Niðurstaðan er sú að laundreifing landsmanna myndi fletjast verulega út. Miðað við fulla vinnu væri 8. launatíund þá einungis með þriðjungi hærri laun eftir skatt en sú tekjulægsta. Þá bætist við tekjutenging bóta og annarra ráðstafana sem jafnar tekjurnar enn frekar. Í slíku umhverfi er því nær enginn fjárhagslegur hvati til þess að mennta sig, taka áhættu og stofna fyrirtæki, leggja sig sérstaklega fram eða ná framþróun í starfi. Það væri forvitnilegt ef aðilar verkalýðshreyfinganna væru í raun að setja sér það sem markmið.“

Grein Konráðs í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn