fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Gulu vestin: Fyrirmyndin er búsáhaldabyltingin á Íslandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 16:39

Það er býsna erfitt að skilgreina hin svokölluðu Gulu vesti í Frakklandi, enda eru kröfur þessarar hreyfingar út og suður. Það hefur meira að segja gerst að talsmenn hreyfingarinnar rífist innbyrðis í sjónvarpi –  þeir eru engan veginn sammála um hugmyndirnar eða vandamálin sem liggja að baki. Gulu vestin hafa breiðst út um heiminn – og þar eru skilaboðin líka misvísandi.

Einn af talsmönnum Gulu vestanna er Éric Drouet. Hann er líklega sá þekktasti, að minnsta kosti eftir að hann var handtekinn í gær og sakaður um að efna til mótmælaaðgerða sem ekki hafa verið leyfð af yfirvöldum. Mótmæli Gulu vestanna hafa smátt og smátt verið að fjara út, en þótt Drouet verði svosem ekki læstur inni til langframa telja sumir – eða óttast – að hann geti orðið einhvers konar píslarvottur sem hreyfingin þarfnist.

Hér er upptaka frá blaðamannafundi sem Drouet og stuðningsmenn hans héldu í gærkvöldi. Það er viðtal sem byrjar á u.þ.b. tíundu mínútu sem vekur athygli. Þar talar einn af stuðningsmönnunum um að fyrirmynd þeirra sé búsáhaldabyltingin á Íslandi. Mótmælendur séu búnir að fá nóg af valdamönnum sem séu ekki fulltrúar fólksins. Þeir vilji stjórn fólksins fyrir fólkið.

„Heyrið mig, fyrirmynd okkar er búsáhaldabyltingin íslenska. Þeir héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldir þjóðarinnar. Við viljum losna undan þessum skuldum sem kosta okkur 2500 milljarða og 50 milljarða í vaxtagreiðslur á ári. Við, hinir uppreisnargjörnu Gallar, viljum sömu hluti og Víkingarnir.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili