fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Svíþjóðardemókratar vinna en ekki eins stórt og spáð var

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. september 2018 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið nokkuð einkenni á kosningum í Evrópu síðustu misserin að mikið er talað um yfirvofandi stórsigra ysta hægrisins. Jú, það sækir í sig veðrið, vinnur á, en þegar er talið upp úr kjörkössum eru sigrarnir yfirleitt minni en þeir máski voru í skoðanakönnunum – og þeir eru líka minni en þeir voru í hugarheimi fjölmiðlamanna sem töluðu fram og til baka um yfirvofandi hræringar.

Þannig var þetta í forsetakosningunum í Frakklandi í fyrra þegar Macron tókst á við Le Pen og  í þingkosningunum í Hollandi þar sem var látið eins og Geert Wilders væri að fara að taka völdin.

Og nú höfum við kosningarnar í Svíþjóð. Úrslitin virðast ætla að verða þau að fylgisaukning Svíþjóðardemókrata er talsvert minni en rætt var um. Þeir fá 17,5 prósent sirka, en ekki 20 prósent eða meira – eins og var jafnvel spáð. Þeir verða ekki stærsti flokkur Svíþjóðar né sá næst stærsti – heldur þriðji stærsti flokkurinn eins og fyrr.

En þeir bæta við sig um það bil 4,5 prósentustigum. Það er hellingur, vissulega. En í umræðunni fyrir kosningarnar voru þeir komnir með miklu meira fylgi.. Sveiflurnar í fylginu eru annars ekki svo miklar. Sósíaldemókratar fá 28,5, þeir tapa 2,8 prósentustigum. Hinn hefðbundni hægri flokkur, Moderaterne, tapar 3,5 prósentustigum, fær tæplega 20. Miðflokkurinn bætir við sig 2,5 og Vinstriflokkurinn 2,2. Umhverfisflokkurinn tapar fylgi, óvænt.

Nú bollaleggja menn um hvernig verði mynduð ríkisstjórn í Svíþjóð. Norðurlöndin, þetta frjálslynda griðland jöfnuðar og velferðar, eru reyndar sérkennileg að því leytinu að tiltölulega nýlegir pópúlískir flokkar lengst til hægri hafa náð miklum árangri í stjórnmálunum þar. Framfaraflokkurinn í Noregi er beinlínis í ríkisstjórn. Danski þjóðarflokkurinn styður minnihlutastjórn og hefur mikil áhrif í gegnum það – plús þingforsetann Piu Kjærsgaard.

Þessir flokkar þykja semsagt húsum hæfir núorðið, það má vinna með þeim. En líklega gildir ennþá annað um Svíþjóðardemókratana. Þeir eru öfgafyllri og uppruni þeirra vafasamari, nær fasisma og nasisma. Það er samt ekki auðvelt að sjá fyrir sér að Sósíaldemókratar og Moderaterna fari að vinna saman þvert yfir miðjuna eins og hefur gerst í Þýskalandi. Fyrir því er engin hefð í Svíþjóð. Hins vegar er nokkur hefð fyrir því að pólitíkin þar sé praktísk og lausnamiðuð…

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun