fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Nokkrar lærdómsríkar myndir af umdeildu svæði í Miðbænum

Egill Helgason
Laugardaginn 29. september 2018 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru ljósmyndir sem eru athyglisverðar vegna umræðunnar um skipulagsmál í Reykjavík undanfarið.

Á myndinni hér að ofan er horft eftir Austurstræti. Hún er merkileg vegna þess að þarna er kominn alvöru bæjarbragur í Reykjavík. Á eldri myndum er yfirleitt frekar um þorpsbrag að ræða.

Myndin er tekin 1933. Sennilega er nýbúið að leggja klæðningu á götuna. Hún skín fallega í bleytunni eftir rigningu. Þarna er auglýsingaborði fyrir Thorvaldsensbasar. Moggaferlíkið er ekki enn rísið – það sést upp í Grjótaþorp.

Og já, bæjarbragurinn er svona fínn þótt húsin séu ekki há, varla nema þrjár hæðir þau hæstu. Vegna þess hve sól er lágt á lofti þolir Reykjavík illa háhýsi.

Húsin við Austurstræti ná þarna alla leið út að Aðalstræti. Ingólfstorg var ekki til á þessum tíma. Það myndaðist vegna þess að Hótel Ísland brann og önnur hús voru rifin. Ingólfstorg er einstaklega illa heppnað frá skipulagssjónarmiði, það er óvistlegt og kuldalegt, allt meira og minna úr grárri steypu.

 

 

Hér er svo önnur mynd, talsvert eldri, frá því í byrjun 20. aldar. Hún sýnir svæði sem nú er deilt um, staðinn þar sem eitt sinn stóð Víkurkirkja og þar sem var kirkjugarður fram á fyrstu áratugi 19. aldar.

Þarna er búið að slétta allt út, garður Schierbecks landlæknis er þar sem nú er svokallaður Fógetagarður. Það standa byggingar þar sem Landsímahúsið kom seinna og hið umdeilda bílaplan fyrir framan. Kirkjugarðurinn og kirkjan eru löngu á bak og burt.

Sjálfur hef ég ekki mikla tilfinningu fyrir þessum kirkjugarði eða taugar til hans. Ég ólst upp þarna í nágrenninu, var farinn að fara allra minna ferða í Miðbænum þegar ég var sjö ára. Lék mér þarna og seldi blöð. Um kirkjugarð var lítið rætt.  Ég hef meiri áhyggjur af húsunum sem þarna rísa, útliti þeirra og stærð, umhverfi lifendanna fremur en legstað hinna dauðu. Við getum víst fæst gert ráð fyrir því að eiga okkar grænu torfu til eilífðarnóns.

Þar sem hvíta húsið stendur gnæfir nú skelfilega ljótt hús sem stundum er kallað Miðbæjarmarkaðurinn. Fógetagarðurinn er, líkt og Ingólfstorgið, einkennilega laus við þokka. Jú, þar er stytta af Skúla fógeta og frægt tré, silfurreynir sem var gróðursettur 1884 og telst vera elsta tré Reykjavíkur

 

 

Ég veit ekki alveg hvenær myndin hér fyrir neðan er tekin. En í barnsminni mínu leit svæðið nokkurn veginn svona út. Myndin er greinilega tekin úr Landsímahúsinu sem reis 1932. Flestar byggingarnar þarna stóðu enn þegar ég var krakki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega