fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ríflega þriðjungur íslenskra heimila náðu ekki endum saman árið 2016

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. september 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2016 höfðu um sjö af hverjum hundrað heimilum ekki getað greitt húsnæðislán eða húsaleigu á réttum tíma einhvern tímann á síðastliðnum tólf mánuðum vegna fjárhagserfiðleika. Höfðu 8% heimila með börn verið í vanskilum með húsnæðiskostnað,  um 7% með aðra heimilisreikninga, svo sem internet eða rafmagnskostnað, og 9%  verið í vanskilum á öðrum lánum en einungis 4%  heimila án barna. Um 13% heimila voru í einhvers konar vanskilum árið 2016 sem er töluverð fækkun frá árinu 2010 þegar þetta hlutfall var um 19% Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýbirtum niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands.

Þegar íbúar heimila eru skoðaðir kemur í ljós að í heild hefur hlutfall landsmanna í einhvers konar vanskilum minnkað úr 20% árið 2010 í 13% árið 2016.  Þar sem heimili með börn eru hlutfallslega líklegri til að vera í einhvers konar vanskilum er hlutfallið hærra á me

ðal barna en þeirra sem eru 18 ára og eldri. Árið 2016 reyndust 19%  barna búa á heimilum í einhvers konar vanskilum á móti 12% fullorðinna. Það er töluverð breyting frá árunum eftir efnahagshrun þar sem hlutfall barna sem bjuggu á heimilum í einhvers konar vanskilum fór hæst í 28% árið 2011 á móti 18,0%  fullorðinna.

Ríflega þriðjungur heimila á Íslandi, 36%  áttu erfitt með að ná endum saman árið 2016 en það er talsverð fækkun frá 2011 þegar um helmingur heimila átti erfitt með að ná endum saman.

Með sama hætti gat um þriðjungur heimila, 33%  ekki mætt óvæntum en nauðsynlegum útgjöldum árið 2016 án þess að grípa til sérstakra ráðstafana.

 

 

 

Um 60% heimila eru án barna
Samkvæmt niðurstöðum lífskjararannsóknarinnar voru sex af hverjum tíu heimilum án barna árið 2016, 17% (+/- 2,1%) allra heimila voru heimili einstæðra karla, um 14% (+/- 1,8%) heimili einstæðra kvenna og um 31 % (+/-1,4%) samsett af tveimur eða fleiri fullorðnum einstaklingum. Þegar litið er til heimila með börn þá reyndust einstæðir foreldrar vera 7% (+/-0,8%) allra heimila en heimili sem samsett eru af tveimur eða fleirum fullorðnum ásamt börnum vera um 31% (+/-1,6).

Um gögnin
Lífskjararannsókn Hagstofunnar er langsniðsrannsókn þar sem haft er samband við hátt í 5 þúsund heimili árlega. Árið 2016 var haft samband við 4.430 heimili og af þeim svöruðu 2.870 svo að svarhlutfallið var 64,8%. Frekari upplýsingar um lífskjararannsóknina má lesa hér.

Í rannsókninni eru svarendur beðnir um að meta fjárhagsstöðu heimilisins og má skipta þeim spurningum gróflega í annars vegar almennar spurningar um fjárhagsstöðuna , t.d.: „Hvernig gengur þér/ykkur að ná endum saman með þeim tekjum sem eru til ráðstöfunar? Er það mjög erfitt, erfitt, nokkuð erfitt, nokkuð auðvelt, auðvelt eða mjög auðvelt?“. Einnig er spurt hvort heimilið geti mætt óvæntum, nauðsynlegum, útgjöldum með þeim leiðum sem það vanalega notar. Í spurningunum um vanskil er spurt um þrenns konar vanskil vegna fjárskorts á síðastliðnum tólf mánuðum: Húsaleigu eða húsnæðislán, annarra heimilisreikninga, og svo annarra lán. Með því að setja saman svörin við þessum þremur spurningum er hægt að sjá hlutfall þeirra sem lenti í einhvers konar vanskilum á undanförnum tólf mánuðum.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus