fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Krefjast þess að íslenskt stjórnvöld gerist aðilar að sáttmála gegn kjarnavopnum: „Framtíð mannkyns er að veði“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. september 2018 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kjarnavopnum. Samtökin ICAN, handhafar friðarverðlauna Nóbels, hafa tileinkað þennan dag baráttunni fyrir samþykkt alþjóðlegs banns við kjarnorkuvopnum og í yfirlýsingu frá Samstarfshópi friðarhreyfinga er þess krafist að íslensk stjórnvöld gerist aðilar að sáttmálanum, þar sem framtíð mannkyns sé að veði:

„Sjaldan eða aldrei hefur mannkynið farið nær gjöreyðingu en þann 26. september árið 1983. Þann dag gáfu tölvukerfi sovéska hersins til kynna að Bandaríkin hefðu gert árás á landið. Ef ekki hefði komið til ákvörðun hermanns sem ákvað að taka ekki mark á tilkynningunni, sem reyndist vegna tölvubilunar, hefði kjarnorkustyrjöld brotist út.

Enn í dag, öllum þessum árum síðar, eru kjarnavopn stöðug ógn við líf og tilveru jarðarbúa – hvort sem til beitingar þeirra kynni að koma fyrir slysni eða af ásettu ráði. Kjarnorkuveldum hefur fjölgað og geigvænlegum fjárhæðum er varið til þróunar á þessum vopnum,“

segir í tilkynningu.

Þar kemur einnig fram að sextíu ríki hafi undirritað sáttmálann um bann við „þessum skelfilegu vopnum“ og þar af hafi fimmtán ríki fullgilt hann:

„Um leið og fimmtíu lönd hafa lokið fullgildingarferlinu mun sáttmálinn öðlast stöðu sem viðurkenndur sáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að aðilum samningsins fjölgi hratt á næstunni og þann 26. september verður einmitt sérstök athöfn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem ríkjum gefst færi á að slást í hópinn

Það er krafa friðar- og afvopnunarsinna að íslensk stjórnvöld láti ekki sitt eftir liggja í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum og gerist hið allra fyrsta aðilar að þessum mikilvæga sáttmála. Framtíð mannkyns er að veði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“