fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Þingmaður gagnrýnir lokun útibúa hjá VÍS: „Þjónusta í gegnum netið virkar í báðar áttir“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. september 2018 16:40

Albertína

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi um kosti alnetsins í þjónustugeiranum í pontu Alþingis í dag. Tilefnið er vafalaust fækkun starfsfólks og útibúa VÍS á landsbyggðinni, sem vakið hefur reiði margra, en Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur hótað að færa öll viðskipti verkalýðsfélagsins annað, verði ákvörðunin ekki dregin til baka.

Albertína nefnir VÍS ekki á nafn, en ljóst má vera hvert gagnrýninni er beint.

Forstjóri VÍS hefur haldið því fram að viðskiptavinir hafi kallað í auknum mæli eftir þjónustu með stafrænum leiðum og verið sé að bregðast við því, með því að laga þjónustuna enn betur að þörfum viðskiptavina. Því verður útibúum VÍS lokað í Vestmannaeyjum og Höfn og útibúin í Keflavík, Akranesi og Borgarnesi sameinuð í Reykjavík. Hvolsvallarútibúið sameinast Selfossi, Húsavík sameinast Akureyri og Reyðarfjarðarútibúið sameinast Egilsstöðum. Fjórir starfsmenn missa vinnuna við breytingarnar.

Albertína segir hinsvegar að það sé ekki náttúrulögmál að fækka starfsfólki með aukinni þjónustu á netinu:

„Mig langar að vekja athygli þingheims og vonandi fleiri á þeirri staðreynd að þjónusta í gegnum netið virkar í báðar áttir. Það er ekki náttúrulögmál að fækka þurfi starfsfólki utan höfuðborgarsvæðisins þegar verið er að færa þjónustu á netið heldur ætti einmitt að nýta tækifærið og leggja til eflingu starfsstöðva og stofnana utan höfuðborgarsvæðisins til að þjónusta allt landið frekar en að leggja til nýjar stofnanir í Reykjavík sem eiga jafnvel að gera það sama og stofnanir utan höfuðborgarsvæðisins gera nú,“

segir Albertína og nefnir dæmi um stofnanir sem starfa einnig á landsbyggðinni:

„Við höfum dæmi um stofnanir sem hafa sýnt okkur að þetta er svo auðveldlega hægt og skilar góðum árangri. Eitt besta dæmið er ríkisskattstjóri þar sem ólík þekking hefur verið byggð upp á ólíkum stöðum sem þjónusta svo allt landið. Ég get nefnt fleiri dæmi, svo sem Umhverfisstofnun, Þjóðskrá og Veðurstofuna.

Herra forseti. Ég skora á hv. samþingmenn mína að muna eftir því í verkefnum sínum, hvort sem er í fjárlaga- eða tillögugerð, að í dag er hægt að sinna fjölmörgum verkefnum hvar sem er á landinu og þjónusta samt sem áður allt landið.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna