fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. september 2018 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er fyrsti flutningsmaður frumvarps hvers tilgangur er að ríkið hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í gegnum Isavia og Fríhöfnina í Leifsstöð.

Þess í stað verði verslunarrýmið boðið út á almennum smásölumarkaði, sem annist alla verslunarþjónustu, þar með talið rými ÁTVR, sem selur áfengi og tóbak:

„Tilgangurinn er að hlutverk Isavia ohf. verði áfram að meginstefnu til að annast rekstur og uppbyggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en öðrum aðilum verði falinn rekstur verslunar og þjónustu í flugstöðinni. Þannig er skilið betur á milli þess sem fellur undir eðlilegt verksvið ríkisins í flugstöðinni og hefðbundinnar verslunar og þjónustu sem best er komin í höndum einkaaðila í virkri samkeppni á smásölumarkaði,“

segir í greinargerð frumvarpsins sem tekur gildi 1. júlí á næsta ári, verði það samþykkt.

Í núgildandi lögum er sérstaklega mælt fyrir um skyldu Isavia ohf. til að hafa með höndum rekstur fríhafnarverslunar, en með með því að bjóða út rekstur á verslunarrýminu væri verið að samræmast ákvæði laga um opinber innkaup, þar sem gætt sé að jafnræði fyrirtækja og stuðlað að virkri samkepnni milli aðila á innlendum smásölumarkaði.

Aðrir flutningsmenn frumvarpsins eru Sjálfstæðismennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG