fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári: „Spilltasti stjórnmálamaður landsins fær afhenta skýrsluna sem hann pantaði af heimskasta háskólamanninum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. september 2018 15:20

Hannes afhendir Bjarna Benediktssyni skýrsluna Mynd/ Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir töluverða töf, hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, loksins afhent skýrslu sína um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, sem hann vann fyrir Félagsvísindastofnun.

Sjá nánar: Enn dregst skýrsla Hannesar – Átti að koma út á morgun

Hannes afhenti Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, skýrsluna í dag, en meðal niðurstaðna hans er að breskt stjórnvöld skuldi íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna beitingu hryðjuverkalaganna og framgöngu þeirra í Icesave málinu.

Enginn tekið mark á Hannesi á þessari öld

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, er stórorður í garð þeirra Hannesar og Bjarna. Hann býsnast yfir heimtingu Hannesar á afsökunarbeiðni frá bretum og segir skýrsluna vera einskis virði:

„Merkilegt hvað þessir hlunkar í Sjálfstæðisflokknum vilja mikið að annað fólk biðji þá afsökunar. Hvað með að Hannes og hlunkarnir bæðu sjálfir afsökunar á nýfrjálshyggjunni, einkavæðingu bankanna, tilfærslu á kvótanum til örfárra, lækkun og afnámi á sköttum á hin ríku, slælegu skatteftirliti með tilheyrandi stórþjófnaði hinna efnameiri, aukinni skattheimtu á láglaunafólk og lífeyrisþega, eyðileggingu félagslega húsnæðiskerfisins, húsnæðiskreppunni, Hruninu, niðurbroti velferðar- og heilbrigðiskerfisins svo stór hópur hinna fátækustu neitar sér um læknisþjónustu, ótímabærum dauða fólks vegna þessa og þeirri tilgangslausu þjáningu, fátækt og niðurlægingu sem nýfrjálshyggjan hefur þröngvað á hin verst settu. En líklega mun enginn kalla eftir afsökun frá Hannesi, fólk hefur ekki tekið mark á honum á þessari öld. Afsökun frá honum er álíka mikils virði og skýrslan sem hann var að skila. Einskis. Hún hefur neikvætt gildi, kostnaðinn við að farga henni.“

Í athugarsemdarkerfi, við mynd af afhendingu skýrslunnar, skrifar Gunnar Smári:

„Spilltasti stjórnmálamaður landsins fær afhenta skýrsluna sem hann pantaði af heimskasta háskólamanninum. Það mátti ekki á milli sjá hvor var ánægðari.“

Skýrslan stytt töluvert

Í samtali við Morgunblaðið segir Hannes að honum hafi fundist við hæfi að skýrslan kæmi út núna, á 10 ára afmæli hrunsins, en tafir á útkomu hennar mætti rekja til styttingu hennar:

„Ég hafði skrifað mjög langa skýrslu og skilað henni á til­sett­um tíma. Hún var um 600 blaðsíður og sá ég í sam­ráði við Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands að hún væri alltof löng. Mik­ill tími fór í að skera hana niður í 320 blaðsíður, en síðan fannst okk­ur að hún væri jafn­vel of löng og ég tók þriðju at­rennu að henni og skar hana niður í 180 blaðsíður.“

 

Samningur ráðuneytisins við Félagsvísindastofnun um verkið var gerður í júlí 2014.  Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafði umsjón með því fyrir hönd Félagsvísindastofnunar.

Erlendir áhrifaþættir bankahrunsins (skýrslan er á ensku)

Helstu niðurstöður úr skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“