fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ferðamannafjöldinn stendur í stað – stöðvast þá hótel- og veitingahúsabólan?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. september 2018 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilegt er að sjá að greiningardeild Arion banka spáir því að ferðamönnum muni næstum ekkert fjölga næstu árin, talan stendur í stað, þetta eru örfá prósent fram til 2021. Það markar ákveðin tímamót. Það er ekki langt síðan við upplifðum fjölgun ferðamanna um tugi prósenta á hverju ári. Uppbyggingin hér hefur miðað við það. Öll hótelin sem hafa verið byggð og eru í byggingu. Gríðarlegur fjöldi veitingahúsa. Við höfum líka séð breytt neyslumynstur ferðmannanna sem hingað koma. Þeir staldra skemur við, fara í styttri ferðir, eyða minna fé.

Þannig hefur enn verið aukning í ferðamennskunni á Suðurlandi en minnkun annars staðar, mest hefur fækkað Norðaustanlands. Túristarnir sem nú koma drífa ekki þangað. Það vantar Þjóðverjana og Frakkana. Ég fór um nokkra ferðmannannastaði á Suðurlandi og það verður að segjast eins og er – þar fannst manni sumt vera komið langt umfram þolmörkin. Staður sem mér fannst fallegur og notarlegur fyrir fáum árum virkaði sjoppulegur. Áform um að dreifa ferðamönnum um landið hafa gjörsamlega gufað upp – kannski var aldrei neitt gert í því af alvöru?

Í spá Arion segir að fjölgun ferðamanna hingað geti helst komið frá Asíu. Almennt er það fólk ekki líklegt að leggja í miklar ævintýraferðir langt út á land.

Hugsanlega var það heldur aldrei raunhæft að dreifa ferðamönnunum. Það eru flugfélögin sem hafa ráðið ferðinni með sín stóru áform um tengiflug um Keflavík. En þessar áætlanir voru alltaf furðu viðkvæmar fyrir skakkaföllum. Nú hefur olíuverð hækkað og á eftir að hækka meir. Það er heimspólitíkin sem spilar inn í – viðskiptastríð Bandaríkjanna við Íran. Flugfélögin lifa ekki af nema þau hækki verðið. En þá minnkar eftirspurnin. Icelandair fer í óvinsælar aðgerðir til að lækka launakostnaðinn hjá sér. Það er varla útséð með það enn að WOW nái að þrauka, greinendur Arion telja að þá gæti orðið allt að 20 prósenta samdráttur í farþegafjölda.

En nú munum við semsagt upplifa það að kapphlaupið um að byggja hótel hættir, spurning bara hvað það verður snögglega.Veitingahús eiga væntanlega eftir að týna tölunni á næstu misserum. Fjölgun hótela og veitingahúsa hefur að hluta til byggt á að hér væri gróði sem menn yrðu að flýta sér að komast í. Það er þekkt fyrirbæri á Íslandi, bóluhugsunarhátturinn.

Annars hefur hlutur skiptifarþega aukist mjög á Keflavíkurflugvelli, farþega sem ekki koma inn í landið og skilja sáralitlu inn í hagkerfið hér. Í júní voru þeir 44 prósent af öllum farþegum um Keflavíkurflugvöll. Farþegafjöldinn þar hefur haldið áfram að vaxa og Isavia, sem er eins konar ríki í ríkinu, framkvæmir í gríð og erg. Íslendingar ferðast sem aldrei fyrr, hafa notið þess að krónugengið er hátt, en hins vegar hnignar innanlandsfluginu. Merkilegt hvað menn ætla að leyfa því að sökkva djúpt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus