fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Björgólfur Guðmundsson, Einar Þorsteinsson og Viðskiptablaðið fórnarlömb falsfrétta um ágæti Bitcoin

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. september 2018 13:13

Skjáskot af síðunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í netheimum gengur nú falsfrétt frá heraldednews.com, sem nýtir sér útlit Viðskiptablaðsins í „frétt“ um að Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður Landsbankans, hafi grætt 250 milljarða íslenskra króna með Bitcoin rafmyntinni.

Og ekki nóg með það, heldur á hann að hafa sýnt Einari Þorsteinssyni, fréttamanni RÚV, hvernig hægt væri að græða peninga á Bitcoin í beinni útsendingu í Kastljósi.

Ekkert af þessu er hinsvegar satt og til marks um fölsunina er Viðskiptablaðið nefnt Viðskiptabaðið, í „fréttinni.“

Útlit síðunnar er hinsvegar keimlík vefsíðu Viðskiptablaðsins og gætu einhverjar trúgjarnar sálir því látið blekkjast. Orðalag textans er að vísu einkennilegt, en þó það málfræðilega „rétt“ að ekki er einungis hægt að kenna Google translate um óskapnaðinn.

Í samtali við Eyjuna sagðist Einar Þorsteinsson, fréttamaður RÚV, harma slíkar falsfréttir, sem gerðu lítið annað en að afvegaleiða umræðuna:

„Ég er alveg bit yfir þessu.“

 

Svona birtist falsfréttin á Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
EyjanPennar
Fyrir 5 dögum

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir