fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Birgitta glímir við kulnun: „Ekki eitthvað sem ég myndi mæla með“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. september 2018 10:51

Birgitta Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir, einn stofnenda Pírata og fyrrverandi þingmaður, segist á Facebook-síðu sinni glíma við kulnun. „Hef verið að glíma við kulnun eða eins og ég kalla það burnout, eða tóm batterí. Þurfti að endurstilla alla vélina til að geta komið mér í gang að nýju. Held að það sem gerði útslagið var að ég var alltaf í háspennu, alltaf aðgengileg, alltaf tilbúin að veita viðtöl, mæta á fundi, vera til staðar. Níu ár undir þannig álagi er ekki eitthvað sem ég myndi mæla með,“ segir Birgitta.

Hún segir enn fremur það geti verið ótrúlega mikið álag að vera á Alþingi í litlum flokki. „Held að margir átti sig ekki á því hve fólk tekur þingstörfum misalvarlega og hvað það er sturlað mikið álag að vera í litlum flokki og þurfa að læra á allt þetta sem fellur undir ábyrgð þingmanna frá grunni. En ég lærði margt og er enn full auðmýktar og þakklætis gagnvart því trausti sem mér var gefið. Takk aftur allir sem auðsýndu mér traust, það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og eitthvað sem ég tók aldrei sem sjálfsögðum hlut,“ segir Birgitta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt