fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Þetta er dýrasti þingflokkurinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur á þingi eru dýrari en karlar. Þetta má sjá á útgefnum tölum um laun og aðrar kostnaðargreiðslur til alþingismanna fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Mikil umræða hefur verið um laun þingmanna og annarra embættismanna að undanförnu enda hafa þeir fengið ríflegri hækkanir en flestir aðrir launþegar og hefur það valdið töluverðri ólgu á vinnumarkaði.

DV rýndi í tölurnar til að sjá hverjir væru dýrustu og ódýrustu þingmennirnir, dýrustu og ódýrustu flokkarnir, muninn á stjórn og stjórnarandstöðu, pólitískum skoðunum og kynjunum.

Þetta er brot úr ítarlegri úttekt DV sem birtist í helgarblaðinu.

Dýrasti þingflokkurinn

  1. Framsóknarflokkurinn – 12.336.217 kr. að meðaltali
  2. Vinstri græn – 11.622.957 kr.
  3. Sjálfstæðisflokkurinn – 11.381.963 kr.
  4. Samfylkingin – 11.130.111 kr.

Framsóknarmenn eru dýrustu þingmennirnir og kostuðu þeir tæpar 99 milljónir þrátt fyrir að vera aðeins átta talsins. Vega þar landsbyggðarþingmennirnir þungt sem og þrír ráðherrar flokksins. Eini þingmaður flokksins í Reykjavík er einmitt Lilja Dögg menntamálaráðherra.

Vinstri græn eiga dýrasta þingmanninn, þingforsetann Steingrím J. Sigfússon, og þrjá ráðherra. Einn þeirra er Katrín Jakobsdóttir sem er með hærri grunnlaun en aðrir ráðherrar. Ástæðan fyrir því að flokkurinn er ekki efstur er þrír Reykjavíkurþingmenn í ódýrari kantinum.

Litlu munar á meðaltölum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þrátt fyrir að hinn fyrrnefndi eigi fimm ráðherra. Hafa verður þó í huga að aðrir kostnaðarliðir ráðherra en grunnlaun eru ekki inni í þessum tölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki