fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ódýrustu þingmennirnir

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 23. september 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur á þingi eru dýrari en karlar. Þetta má sjá á útgefnum tölum um laun og aðrar kostnaðargreiðslur til alþingismanna fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Mikil umræða hefur verið um laun þingmanna og annarra embættismanna að undanförnu enda hafa þeir fengið ríflegri hækkanir en flestir aðrir launþegar og hefur það valdið töluverðri ólgu á vinnumarkaði.

DV rýndi í tölurnar til að sjá hverjir væru dýrustu og ódýrustu þingmennirnir, dýrustu og ódýrustu flokkarnir, muninn á stjórn og stjórnarandstöðu, pólitískum skoðunum og kynjunum.

Þetta er brot úr ítarlegri úttekt DV sem birtist í helgarblaðinu.

Ódýrustu þingmennirnir

  1. Helgi Hrafn Gunnarsson – 7.825.283 kr.
  2. Björn Leví Gunnarsson – 8.261.657 kr.
  3. Guðmundur Ingi Kristinsson – 8.263.863 kr.

Píratinn Helgi Hrafn var í fimmta sæti yfir ódýrustu þingmennina þegar DV gerði sambærilegan lista fyrr á árinu. Hefur hann því hert sultarólina vel í sumar og lítið ferðast.

Sömu sögu má segja um félaga hans, Björn Leví, sem hækkar úr þriðja sæti í annað á listanum yfir ódýra þingmenn. Líkt og Helgi er Björn Reykjavíkurþingmaður sem ferðast lítið, eða að minnsta kosti lítið á kostnað Alþingis.

Guðmundur Ingi hjá Flokki fólksins var efstur á listanum í vor en hrapar nú niður í bronssætið. Guðmundur er þó langt því frá að vera eyðslukló. Sem dæmi um útsjónarsemi Guðmundar má sjá á vef Alþingis að hann tók innanlandsflug fyrir 905 krónur. Annaðhvort var þetta stysta flug sögunnar eða þá að hann hefur náð að prútta vel fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt