fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Stjórn og stjórnarandstaða: Munar litlu á launum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 22. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur á þingi eru dýrari en karlar. Þetta má sjá á útgefnum tölum um laun og aðrar kostnaðargreiðslur til alþingismanna fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Mikil umræða hefur verið um laun þingmanna og annarra embættismanna að undanförnu enda hafa þeir fengið ríflegri hækkanir en flestir aðrir launþegar og hefur það valdið töluverðri ólgu á vinnumarkaði.

DV rýndi í tölurnar til að sjá hverjir væru dýrustu og ódýrustu þingmennirnir, dýrustu og ódýrustu flokkarnir, muninn á stjórn og stjórnarandstöðu, pólitískum skoðunum og kynjunum.

Þetta er brot úr ítarlegri úttekt DV sem birtist í helgarblaðinu.

Stjórn og stjórnarandstaða

Ríkisstjórn – 420.276.633 kr. (11.674.350 að meðaltali)

Stjórnarandstaða – 286.506.318 kr. (10.323.368)

Munurinn á stjórnarþingmanni og stjórnarandstöðuþingmanni er um 1,3 milljónir á þessum sjö mánuðum sem Alþingi hefur gefið út tölur fyrir. Skipta laun ellefu ráðherra þar miklu og auk þess verður að hafa í huga að Vinstri græn skipuðu umhverfisráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, en hann er ekki kjörinn alþingismaður. Laun hans eru því viðbótarkostnaður sem ellegar hefði ekki verið til staðar. Einnig verður að hafa í huga að allir stjórnarflokkarnir þrír eru með sterka stöðu á landsbyggðinni á meðan andstöðuflokkarnir eru heilt yfir sterkari á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“