fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur setti VÍS afarkosti: „Ég talaði kjarnyrta íslensku við forstjórann“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. september 2018 16:58

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verklýðsfélags Akraness, er ekki sáttur við áform VÍS tryggingarfélagsins um að loka útibúum sínum á landsbyggðinni, þar með talið Akranesi, líkt og fyrirhugað er, en fjórir starfsmenn missa vinnuna við breytingarnar, en þeim hefur verið boðið starf á sameinuðum þjónustuskrifstofum.

Eyjan fjallaði um málið í gær, þar sem Vilhjálmur sagðist íhuga að hætta í viðskiptum við fyrirtækið, ef ákvörðunin yrði ekki dregin til baka. Gilti það bæði um hann persónulega sem og Verkalýðsfélag Akraness, sem er með umtalsverð viðskipti við VÍS.

Í dag segir Vilhjálmur síðan frá fundi sínum við Helga Bjarnason, forstjóra VÍS. Segist hann hafa talað kjarnyrta íslensku við kauða:

„Ég fór og átti hreinskiptið spjall við forstjórann og gerði honum það algerlega ljóst að ef VÍS breytir ekki ákvörðun sinni um að loka útibúinu hér á Akranesi, þá mun ég hætta með allar mínar tryggingar hjá VÍS og einnig liggur fyrir að stjórn Verkalýðsfélag Akraness mun taka fyrir á næsta stjórnarfundi hvort skipta eigi um tryggingarfélag ef útibúinu verður lokað. En Verkalýðsfélag Akraness er með umtalsverðar tryggingar hjá VÍS. Ég fór yfir það með forstjóranum að það væri ólíðandi að verið væri að skerða þjónustu hjá okkur á landsbyggðinni með því að loka útibúum og færa það yfir á höfuðborgarsvæðið. Það liggur fyrir að sú persónulega þjónusta sem við höfum fengið frá starfsmönnum VÍS á Akranesi mun hverfa ef þetta verður að veruleika og við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga.“

Og einnig:

„…ég hef alla vega fengið nóg af þessum stjórnunarháttum þar sem hagsmunir neytenda og viðskiptavina eru hafðir að engu og allt skal miðast að því að soga alla þjónustu á höfuðborgarsvæðið!

Ég talaði kjarnyrta íslensku við forstjórann og sagði við hann að hann hefði nokkra daga til að breyta þessari ákvörðun stjórnar VÍS, ellegar fara viðskiptin annað!“

 

Hver er samkeppnin í ljósi eignarhlutar lífeyrissjóðanna ?

Vilhjálmur undrast ákvörðunina í ljósi þess að lífeyrissjóðir eigi stóran hlut í VÍS

Nei, nú er tíma til fyrir neytendur og viðskiptavini VÍS að segja hingað og ekki lengra ef þetta gerist þá er viðskiptasambandi okkar lokið. Ég spurði forstjóra VÍS af því í hverju hagræðingin væri fólgin ef t.d. 50 til 70% viðskiptavina myndu hætta viðskiptum við fyrirtækið vegna þessarar ákvörðunar. En því miður varð fátt um svör!

Ég nefndi líka við forstjórann að það væri ömurlegt að horfa uppá þessar skerðingar á þjónustu gagnvart neytendum á landsbyggðinni í ljósi þess að lífeyrissjóðir launafólks eiga 43,9% í VÍS.

Ætla lífeyrissjóirnir enn og aftur að horfa aðgerðalausir á þegar störf og þjónusta hverfur af landsbyggðinni? Eða er það sem ég hef ætíð sagt að arðsemisgræðgin sé svo mikil m.a. hjá lífeyrissjóðum að hagsmunir neytenda og sjóðsfélaga eru fótum troðnir t.d. þar sem fákeppni er alls ráðandi á tryggingarmarkaði.

Hvað fjandans samkeppni getur verið á milli VÍS, TM eða Sjóvá þegar lífeyrissjóðirnir eiga um eða yfir 40% í öllum þessum tryggingarfélögum?

 

Færsla Vilhjálms í heild sinni:

Það er óhætt að segja að gríðarlegrar gremju gætir hér á Akranesi með þá ákvörðun stjórnar VÍS að loka útibúinu á Akranesi. Umtalsverður fjöldi viðskiptavina VÍS á Akranesi hefur nú þegar lagt leið sína í útibúið til að lýsa yfir óánægju með þessa ákvörðun. En rétt er að geta þess að Helgi Bjarnason forstjóri VÍS var með viðverutíma í morgun hér á Akranesi m.a. til að ræða við viðskiptavini félagsins.

Ég fór og átti hreinskiptið spjall við forstjórann og gerði honum það algerlega ljóst að ef VÍS breytir ekki ákvörðun sinni um að loka útibúinu hér á Akranesi, þá mun ég hætta með allar mínar tryggingar hjá VÍS og einnig liggur fyrir að stjórn Verkalýðsfélag Akraness mun taka fyrir á næsta stjórnarfundi hvort skipta eigi um tryggingarfélag ef útibúinu verður lokað. En Verkalýðsfélag Akraness er með umtalsverðar tryggingar hjá VÍS.

Ég fór yfir það með forstjóranum að það væri ólíðandi að verið væri að skerða þjónustu hjá okkur á landsbyggðinni með því að loka útibúum og færa það yfir á höfuðborgarsvæðið. Það liggur fyrir að sú persónulega þjónusta sem við höfum fengið frá starfsmönnum VÍS á Akranesi mun hverfa ef þetta verður að veruleika og við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga.

Við Akurnesingar höfum þurft að horfa upp á þjónustu skerðast og störf tapast vegna hagræðingar sem byggist á því að soga allt suður til Reykjavíkur og nægir að nefna þegar HB Grandi hætti allri landvinnslu á Akranesi.

Nei, nú er tíma til fyrir neytendur og viðskiptavini VÍS að segja hingað og ekki lengra ef þetta gerist þá er viðskiptasambandi okkar lokið. Ég spurði forstjóra VÍS af því í hverju hagræðingin væri fólgin ef t.d. 50 til 70% viðskiptavina myndu hætta viðskiptum við fyrirtækið vegna þessarar ákvörðunar. En því miður varð fátt um svör!

Ég nefndi líka við forstjórann að það væri ömurlegt að horfa uppá þessar skerðingar á þjónustu gagnvart neytendum á landsbyggðinni í ljósi þess að lífeyrissjóðir launafólks eiga 43,9% í VÍS.

Ætla lífeyrissjóirnir enn og aftur að horfa aðgerðalausir á þegar störf og þjónusta hverfur af landsbyggðinni? Eða er það sem ég hef ætíð sagt að arðsemisgræðgin sé svo mikil m.a. hjá lífeyrissjóðum að hagsmunir neytenda og sjóðsfélaga eru fótum troðnir t.d. þar sem fákeppni er alls ráðandi á tryggingarmarkaði.

Hvað fjandans samkeppni getur verið á milli VÍS, TM eða Sjóvá þegar lífeyrissjóðirnir eiga um eða yfir 40% í öllum þessum tryggingarfélögum?

Nei ég hef alla vega fengið nóg af þessum stjórnunarháttum þar sem hagsmunir neytenda og viðskiptavina eru hafðir að engu og allt skal miðast að því að soga alla þjónustu á höfuðborgarsvæðið!

Ég talaði kjarnyrta íslensku við forstjórann og sagði við hann að hann hefði nokkra daga til að breyta þessari ákvörðun stjórnar VÍS, ellegar fara viðskiptin annað!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG