fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ólafur Ragnar: Forseti Kína studdi Ísland eftir hrun gegn „ofsóknum“ Evrópuríkjanna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. september 2018 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, greinir frá því í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson sem sýnt verður í Sjónvarpi Símans klukkan 20 í kvöld, að hann og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá Kínverjum eftir efnahagshrunið 2008. Þá var ljóst að hvorki Bandaríkin né ríki Evrópu ætluðu að koma Íslandi til bjargar. Morgunblaðið greinir frá.

Ólafur greinir frá því í viðtalinu að hann hafi látið vin sinn, sem var einn helsti áhrifamaður á verðbréfamarkaðinum á Wall street í New York, leita til Timothy Geithner, sem þá var seðlabankastjóri New York ríkis og síðar fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um aðstoð við Íslendinga. Þeirri bón hafi verið hafnað.

Í kjölfarið ákváðu Ólafur og Geir að skrifa bréf til forseta Kína, Hu Jintao, þar sem leitað var eftir aðstoð. Til marks um hversu áríðandi málið var, greinir Ólafur frá því að sendiherra Kínverja hafi verið kallaður út seint á laugardagskvöldi.

„Síðan tók við merkilegt ferli í marga mánuði þar sem ýmist Geir eða ég skrifuðum bréf til annaðhvort forsætisráðherra eða forseta Kína og sendiherrann kínverski kom til baka með munnleg skilaboð,“

segir Ólafur Ragnar.

Samskipti þessi leiddu af sér að gerður var gjaldeyrissamningur milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands, sem ýtti við ríkjum Evrópu að sinna Íslandi betur. Í samtali sínu við seðlabankastjóra Kína í desember 2016 frétt Ólafur af því að Hu Jintao hefði gefið þau fyrirmæli til fulltrúa Kínverja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að ávallt myndi hann styðja Ísland gegn „ofsóknum Evrópuríkjanna“.

Greinir Ólafur frá því í viðtalinu, að mikilvægt sé að halda því til haga, að Kína hafi verið tilbúið að senda umheiminum þau skilaboð að Ísland skipti máli, eftir höfnunina frá Evrópuríkjunum og Bandaríkjunum, án þess að vilja fá eitthvað í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“