fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

ESA minnir Landsrétt á varnaðaráhrif sekta í Byko-málinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. september 2018 19:01

Byko verðlaunar starfsfólkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent Landsrétti skriflegar athugasemdir í máli Byko ehf. og Norvík hf. gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. Málið varðar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í maí 2015 þar sem Norvík hf. var gert að greiða 650 milljóna króna sekt fyrir brot dótturfyrirtækis síns, Byko ehf., á samkeppnisreglum.

ESA lagði einnig fram athugasemdir sínar þegar málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur árið 2016. Nú þegar dómi héraðsdóms hefur verið áfrýjað til Landsréttar telur ESA rétt að árétta þær enda vekur málið upp mikilvægar spurningar varðandi túlkun EES-réttar.

Athugasemdir ESA varða hvenær á að beita samkeppnisreglum EES-réttar (þ.e. þegar aðgerðir geta haft áhrif á viðskipti á evrópska efnahagssvæðinu) og um varnaðaráhrif sekta í samkeppnismálum. Samkeppnisyfirvöldum og dómstólum aðildarríkjanna er skylt að beita samkeppnisreglum EES-réttar þegar málsatvik falla innan gildissviðs EES-samningsins. Þeim ber einnig að tryggja að reglunum sé beitt af skilvirkni.

Í samningnum um stofnun ESA er stofnuninni veitt heimild til að veita ábendingar og leggja fram athugasemdir („amicus curiae“) fyrir dómstólum EFTA-ríkjanna til að stuðla að því að samkeppnisreglum EES-réttar sé beitt með samræmdum hætti. ESA virdir sjálfstæði Landsréttar. Athugasemdir stofnunarinnar eru ráðgefandi fyrir dómstólinn.  

Nánari upplýsingar um amicus curiae má finna hér í upplýsingaskjali

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus