fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag um sjálfstæði fjölmiðla. Hann er gagnrýninn á hugmyndir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um útfærslur á stuðningi við einkarekna fjölmiðla og segir engan pólitískan vilja til þess að ráðast á rót vandans, sem sé fíllinn í stofunni, RÚV.

Hann spyr hvort ekki beri að tryggja að RÚV fari að lögum:

„Rík­is­út­varpið fékk á síðasta ári liðlega 4,1 millj­arð króna frá skatt­greiðend­um í formi út­varps­gjalds og hafði auk þess 2,3 millj­arða í tekj­ur af aug­lýs­ing­um, kost­un og öðru í sam­keppn­is­rekstri. Heild­ar­tekj­ur voru því rúm­lega 6,4 millj­arðar króna.

Rík­is­út­varpið starfar sam­kvæmt sér­stök­um lög­um. Í 4. grein er Rík­is­út­varp­inu gert skylt að stofna og reka dótt­ur­fé­lög, vegna sam­keppn­is­rekstr­ar. Þetta á t.d. við um sölu aug­lýs­inga og út­leigu á tækja­búnaði eða aðstöðu til fram­leiðslu á kvik­mynda- og sjón­varps­efni. Fram til loka síðasta árs þurfti Rík­is­út­varpið ekki að upp­fylla þessa kvöð. En sam­kvæmt ákvörðun Alþing­is í des­em­ber 2015 var Rík­is­út­varp­inu gert skylt frá og með 1. janú­ar 2018 að vera með sam­keppn­is­rekst­ur í dótt­ur­fé­lög­um, með aðskild­um fjár­hag.

Þetta hef­ur ekki verið gert. Rík­is­út­varpið geng­ur því gegn ákvæðum laga og hef­ur gert allt þetta ár meðal ann­ars þegar aug­lýs­inga­markaður­inn var þurrkaður upp í sum­ar í skjóli heims­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu. Skaði einka­rek­inna fjöl­miðla verður seint met­inn að fullu. Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?“

 

RÚV ávallt í forgangi

Hann segir engan pólitískan vilja til að ráðast á rót vandans, sem séu forréttindi Ríkisútvarpsins:

„Óhætt er að full­yrða að mik­ill meiri­hluti þing­manna stend­ur trygg­an vörð um Rík­is­út­varpið. Engu er lík­ara en að sum­um þyki vænna um þá stofn­un en nokkra aðra. Þess vegna verður samstaða um það að „bæta“ Rík­is­út­varp­inu upp reiknað tekjutap vegna lít­ils hátt­ar tak­mörk­un­ar á um­svif­um þess á aug­lýs­inga­markaði, líkt og mennta­málaráðherra legg­ur til. Og reikn­ing­ur­inn end­ar alltaf hjá skatt­greiðend­um. Ég hef orðað þetta þannig að Rík­is­út­varpið njóti þess að vera í mjúk­um og hlýj­um faðmi stjórn­mál­anna. For­gangs­röðunin þegar kem­ur að fjöl­miðlun hér á landi er sú að fyrst skuli tryggja rekst­ur og framtíð Rík­is­út­varps­ins og síðan sé rétt að vinna að því að sjálf­stæðir fjöl­miðlar lifi af – svona rétt við hung­ur­mörk.“

 

Þversögn í ríkisstyrkjum til einkareksturs

Óli Björn gagnrýnir einnig hugmyndir menntamálaráðherra um hvernig styðja skuli við einkarekna fjölmiðla, með endurgreiðslu ritstjórnarkostnaðar að hluta, fyrir 350 milljónir:

„Þegar þetta er skrifað ligg­ur ekk­ert fyr­ir eft­ir hvaða regl­um verður farið við vænt­an­lega end­ur­greiðslu, sem þó verður bund­in við ákveðið há­mark. Ég hef ít­rekað varað við hug­mynd­um um milli­færslu­kerfi hins op­in­bera til að styðja við bakið á ein­stök­um fyr­ir­tækj­um eða at­vinnu­grein­um. Við höf­um slæma reynslu af slíku. Og það er þver­sögn fólg­in í því að reyna að styðja við frjálsa og opna fjöl­miðlun með bein­um rík­is­styrkj­um og milli­færsl­um. Val­kreppa mín og margra annarra er hins veg­ar að við eig­um ekki um marga kosti að velja og fáa góða, a.m.k. ekki á meðan við höf­um ekki póli­tísk­an styrk til þess að leiðrétta rang­lætið sem viðgengst á fjöl­miðlamarkaði með um­fangs­mikl­um rík­is­rekstri. Það skal ját­ast að við sem leggj­um áherslu á öfl­uga einka­rekna fjöl­miðla erum í nauðvörn. En ólíkt Snæfríði Íslands­sól get­um við ekki leyft okk­ur að velja frem­ur versta kost­inn en þann næst­besta (eða minnst vonda).al­kreppa mín og margra annarra er hins veg­ar að við eig­um ekki um marga kosti að velja og fáa góða, a.m.k. ekki á meðan við höf­um ekki póli­tísk­an styrk til þess að leiðrétta rang­lætið sem viðgengst á fjöl­miðlamarkaði með um­fangs­mikl­um rík­is­rekstri. Það skal ját­ast að við sem leggj­um áherslu á öfl­uga einka­rekna fjöl­miðla erum í nauðvörn. En ólíkt Snæfríði Íslands­sól get­um við ekki leyft okk­ur að velja frem­ur versta kost­inn en þann næst­besta (eða minnst vonda).

Und­ir lok síðasta árs lagði ég til að virðis­auka­skatt­ur af áskrift­um prent-, ljósvaka- og net­miðla yrði felld­ur niður. Með niður­fell­ingu virðis­auka­skatts­ins væri fólg­in yf­ir­lýs­ing um nauðsyn þess að leiðrétta lít­il­lega sam­keppn­is­stöðu á fjöl­miðlamarkaði – gera hana ör­lítið sann­gjarn­ari og heil­brigðari. Það kann að vera að skyn­sam­legra sé að taka upp end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts frem­ur en að fella hann niður með form­leg­um hætti. Með sama hætti er hægt að huga að kost­um og göll­um þess að fjöl­miðlar geti fengið end­ur­greidd trygg­inga­gjöld vegna rit­stjórna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt