fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, spyr Brynjar Níelsson áleitinna spurninga á Facebook í dag. Tilefnið er grein sem Brynjar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Gunnarsson rituðu um helgina í Morgunblaðið, en þar heilbrigðisráðherra gagnrýndur fyrir að draga úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana, meðan starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu sé aukin. Þá segja greinarhöfundar að markmiðið eigi að vera betri þjónusta og nýting fjármuna, í stað þess að „leggja stein í götu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.“

Hefur greinin verið túlkuð sem árás á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og sagt er að hrikti í stjórnarsamstarfinu vegna ólíkra viðhorfa VG og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins.

Hefur áhyggjur

Í Fréttablaðinu í dag tjáir Brynjar sig frekar um málið:

„Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum. Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu.“

Hagnaðardrifin heilbrigðisþjónusta ?

Ólína spyr Brynjar í framhaldi af ummælum hans hvort hann telji virkilega að heilbrigðisþjónusta eigi að vera hagnaðardrifin:

„Kæri Brynjar. Las ummæli þín um einkarekna heilbrigðisþjónustu í mbl í morgun og stenst ekki mátið að spyrja þig: Hefurðu kynnt þér meginsjónarmiðin bak við óhagnaðardrifinn (non profit) einkarekstur? Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin? Ef svo er, hvaða rök liggja þá að baki? Mig langar að reyna að skilja ykkur hægrimenn “?“

Einföld speki

Brynjar svarar Ólínu á þá leið að risastórt miðstýrt ríkisbatterí henti illa:

„Sæl, kæra Ólína. Já, ég hef kynnt mér ýmislegt í þeim efnum en gengur illa að skilja þetta hugtak. Og ég veit hvernig menn hafa notað hagnaðinn sem má ekki taka út í arði. Mér finnst þetta algert aukaatriði. Það sem skiptir máli er hvort einkarekstur á ákveðnum sviðum geti gert þjónustuna ódýrari og betri fyrir skattgreiðendur. Ég er ekki fastur í kreddum í þeim efnum en óttast að risastórt miðstýrt ríkisbatterí henti oft illa þannig að þessum markmiðum verði ekki náð. Það hafa ekki allir áhuga á að starfa sem ríkisstarfsmenn á spítalanum. Það er nú einu sinni atvinnufrelsi og ef við semjum ekki við sérfræðilækna verður fyrst tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fái þjónustu fyrr. En þessi afstaða þýðir ekki að ég sé á móti góðum og öflugum spítala. Spurningin er bara sú hvort ákveðin starfsemi geti orðið hagkvæmari með samningum eða útboðum til einkaaðila. Ef svo er skiptir mig engu hvort einhver duglegur sem er í hagkvæmum rekstri geti haft þokkalegt upp úr sinni vinnu eða hvort hann greiði þann hagnað allan út í launum eða hluta sem arð ef hann er með þannig rekstrarform. Mér finnst það álíka vitlaust og að neita að kaupa lyf af einkafyrirtæki að því að það væri að græða á veiku fólki. Verð að segja að ég skil illa hugmyndafræði ykkar á vinstri vængnum. Fyrir mér snýst allt um hagræði skattgreiðanda og þess sem njóta á þjónustunnar. Eins og þú sérð er þetta einföld speki í mínum huga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus