fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leggur í dag fram frumvarp til laga um mannanöfn. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga.

Verði frumvarpið samþykkt verður mannanafnanefnd lögð niður og munu allir sem vilja geta breytt nafni sínu, nöfn verða ekki lengur bundin kyni, ekki verður gerður greinarmunur á eiginnöfnum og millinöfnum og tryggt að lög um mannanöfn muni ekki takmarka persónufrelsi fólks, til dæmis er varðar frelsi fólks til að skilgreina sig:

„Markmiðið með frumvarpi þessu er m.a. að tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig. -/- Með frumvarpi þessu er t.d. lagt til að ekki verði gerður greinarmunur á eiginnöfnum og millinöfnum og skylda til að kynbinda kenninöfn barna við foreldra er felld brott. Það sem þetta frumvarp á sammerkt með frumvarpinu sem lagt var fram á 144. löggjafarþingi er t.d. brottfelling ákvæða um að stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn, að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og að nafn megi ekki vera nafnbera til ama. Þá er lagt til að mannanafnanefnd verði lögð niður og öll ákvæði um hana felld brott,“

segir í greinargerð.

Standa vörð um réttindi transfólks

Í greinargerð frumvarpsins eru núgildandi lög um mannanöfn sögð takmarkandi fyrir transfólk:

„Lög um mannanöfn eru mjög takmarkandi fyrir transfólk, bæði varðandi kynbindingu nafna og rétt einstaklinga til að breyta nafni sínu. Hlutverk löggjafans er ekki að skilgreina hvað eru kvenmannsnöfn eða karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleika niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni. Í þessu endurspeglast mikilvægi þess að löggjöfin taki mið af kröfum samfélagsins. Hér, líkt og annars staðar, eru ríkari hagsmunir fólgnir í því að einstaklingur fái að heita nafni sínu en í því að viðhalda gildandi lögum um mannanöfn.“

 

Nýr valkostur við -son og -dóttir

 „Ákvæði 3. mgr. er efnislega samhljóða 3. mgr. 8. gr. gildandi laga, að því viðbættu að kenninafn getur tekið viðbótina barn eða bur. Bur er ókyngreint hugtak af sama stofni og „að bera“ og „barn“. Hugtakið er fornt í málinu og var upprunalega í karlkyni en merkti þá sonur. Orðið fellur að beygingu hvorugkynsnafnorða (bur, bur, buri, burs). Hugtakið var lagt til af Samtökunum ’78 árið 2015 sem annar valkostur í stað viðbótanna son og dóttir. Viðbótin barn getur gegnt sama hlutverki og þykir ekki ástæða til að takmarka val fólks við aðeins annað af þessu tvennu. “

 

Flutningsmenn eru Þorsteinn Víglundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson,
Björn Leví Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2